Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 14. júní 2021 14:42
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Jói Harðar rekinn frá Start (Staðfest)
Mynd: IK Start
Jóhannes Harðarson var í dag rekinn sem þjálfari Start í Noregi. Start hefur ekki náð viðunandi árangri í upphafi tímabilsins og er sex stigum frá toppsætinu.

Start er í B-deildinni eftir að hafa fallið úr efstu deild á síðustu leiktíð.

Jóhannes tók við sem aðalþjálfari liðsins árið 2019 eftir að hafa verið aðstoðarþjálfari í tvö ár á undan.

Hann var þá leikmaður liðsins á árunum 2004-2008. Aðstoðarþjálfarinn, Mattias Anderson, var einnig látinn taka pokann sinn.

Start er með sjö stig eftir fimm leiki og situr í sjöunda sæti.

Start tapaði 2-0 gegn Asane á laugardag og reyndist það vera lokaleikur Jóa í starfi.

Jóhannes lék á sínum tvo A-landsleiki og lék sem atvinnumaður í bæði Hollandi og í Noregi.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner