Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 14. júlí 2020 15:03
Elvar Geir Magnússon
Guardiola: Eigum skilið að fá afsökunarbeiðni
Mynd: Getty Images
Pep Guardiola segir að Manchester City eigi skilið að fá afsöknarbeiðni eftir að tveggja ára banni frá Evrópukeppnum var aflétt af alþjóðlega íþróttadómstólnum CAS.

CAS felldi úr gildi dóm sem City fékk fyrir alvarleg brot á fjárhagsreglum.

Jose Mourinho segir niðurstöðuna fáránlega og var Guardiola spurður út í þau ummæli.

„Við höfum gert það rétta. Jose og allir stjórarnir ættu að vita að þetta mál hefur skaðað okkur. Við eigum skilið að fá afsökunarbeiðni," segir Guardiola.

„Ég er ótrúlega ánægður með ákvörðunina sem sýnir að allt það sem fólk sagði um félagið var ósatt."

Þegar Guardiola var spurður út í sína framtíð sagðist hann ánægður en að ekki væri rétti tímapunkturinn að ræða um nýjan samning. Núgildandi samningur hans rennur út eftir næsta tímabil.

„Við höfum tekið skref fram á síðasta áratug. Við höfum fjárfest mikið, eins og mörg félög hafa gert. Við gerðum það á réttan hátt."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner