Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   þri 14. júlí 2020 13:09
Elvar Geir Magnússon
Mourinho: Man City dómurinn fáránlegur
Jose Mourinho, stjóri Tottenham.
Jose Mourinho, stjóri Tottenham.
Mynd: Getty Images
Í gær varð ljóst að Manchester City mun sleppa við bann frá Meistaradeildinni. Samt sem áður var félagið sektað.

Jose Mourinho, stjóri Tottenham, var spurður út í þá ákvörðun að banni City var aflétt.

„Þetta var fáránleg ákvörðun, ef City væri saklaust þá væri félagið ekki að fá 10 milljóna evra sekt," segir Mourinho.

„Ef félagið er saklaust á það ekki að fá sekt. Ef þeir eru sekir þá er ákvörðunin líka fáránleg og þeir eiga að að vera settir í bann frá keppninni."

„Ég veit ekki hvort Manchester City hafi brotið af sér eða ekki. En hvort heldur sem er þá er þessi ákvörðun alveg fáránleg."
Athugasemdir
banner