Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 14. júlí 2020 13:54
Magnús Már Einarsson
Málefni leikmanns Skallagríms skoðuð á fundi aga- og úrskurðarnefndar
Úr leiknum á föstudaginn.
Úr leiknum á föstudaginn.
Mynd: Guðmundur Arnar Sigurðsson
Aga- og úrskurðarnefnd mun fundi sínum í dag skoða málefni Atla Steinars Ingasonar leikmanns Skallagríms.

Gunnar Jökull Johns, leikmaður Berserkja, varð fyrir kynþáttafordómum frá Atla í leik gegn Skallagrími í 4. deildinni síðastliðið föstudagskvöld.

Twana Khalid Ahmad var dómari leiksins og talaði hann ensku við leikmenn í leiknum. Hann skildi því ekki hvað fór fram á milli leikmanna. Atvikið átti sér stað í byrjun seinni hálfleiks í leiknum en Atli fékk enga refsingu í leiknum sjálfum.

„Þetta fer til aganefndar samkvæmt hefðbundnum verkferlum og verður tekið fyrir á fundi þar í dag," sagði Klara Bjartmarz við Fótbolta.net í dag.

Aga- og úrskurðarnefnd fundar á þriðjudögum en um er að ræða sjálfstætt úrskurðarvald knattspyrnuhreyfingarinnar og starfar óháð stjórn KSÍ, öðrum nefndum, skrifstofu KSÍ, eða öðrum aðilum og einingum innan knattspyrnuhreyfingarinnar.

Sjá einnig:
Leikmaður Berserkja kallaður apaköttur og sagt að fara heim til Namibíu
Ábendingar um að sami maður hafi fengið tveggja ára bann frá KSÍ 2015
Leikmaður Skallagríms biðst afsökunar: Ummælin áttu ekki að vera rasísk
Yfirlýsing frá Skallagrími: Gripið til viðeigandi ráðstafana
Athugasemdir
banner
banner