
Fjölnir er að samkvæmt heimildum Fótbolta.net búið að krækja í danska miðvörðinn Laurits Nörby en hann kemur til félagsins á frjálsri sölu þar sem samningur hans við uppeldisfélagið, Hobro í Danmörku, er runninn út.
Hann er 21 árs og hefur verið að æfa með Fjölni, sem situr í næstneðsta sæti Lengjudeildarinnar, að undanförnu. Hann kom þrisvar sinnum inn á sem varamaður í dönsku B-deildinni í vetur.
Hann er 21 árs og hefur verið að æfa með Fjölni, sem situr í næstneðsta sæti Lengjudeildarinnar, að undanförnu. Hann kom þrisvar sinnum inn á sem varamaður í dönsku B-deildinni í vetur.
Fjölnir missir á næstunni út Þengil Orrason sem er á leið í háskólanám í Bandaríkjunum og þá er Brynjar Gauti Guðjónsson að glíma við meiðsli.
Félagaskiptaglugginn opnar á fimmtudag og á föstudag sækir Fjölnir lið Keflavíkur heim í 13. umferð deildarinnar.
Athugasemdir