mið 14. ágúst 2019 21:19
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
2. deild kvenna: Auðveldur dagur á skrifstofu Gróttu
Taciana gerði tvennu.
Taciana gerði tvennu.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Grótta 6 - 0 Leiknir R.
1-0 María Lovísa Jónasdóttir
2-0 Taciana Da Silva Souza
3-0 Sjálfsmark
4-0 Sigrún Ösp Aðalgeirsdóttir
5-0 Rakel Lóa Brynjarsdóttir
6-0 Taciana Da Silva Souza

Grótta átti ekki í miklum vandræðum með Leikni úr Breiðholti þegar liðin áttust við í 2. deild kvenna í kvöld.

María Lovísa Jónasdóttir, sem er fædd árið 2003, skoraði fyrsta mark leiksins. Hennar þriðja mark í sumar í deild og bikar. Grótta bætti við tveimur mörkum fyrir leikhlé, Taciana Da Silva Souza skoraði fyrst og var hitt markið sjálfsmark.

Í seinni hálfleiknum bætti Grótta við. Sigrún Ösp Aðalgeirsdóttir, fyrirliði liðsins, skoraði fjórða markið og gerði Rakel Lóa Brynjarsdóttir, stelpa fædd 2004, fimmta markið.

Taciana Da Silva Souza gerði sjötta markið áður en flautað var til leiksloka. Hennar áttunda mark í deildinni í sumar.

Lokatölur voru 6-0 fyrir Gróttu sem er í öðru sæti með 19 stig, fimm stigum minna en Völsungur. Leiknir er á botni deildarinnar með eitt stig úr níu leikjum.
Athugasemdir
banner
banner
banner