mið 14. ágúst 2019 14:00
Magnús Már Einarsson
Víkingar stefna á vallarmet - Flóðljósin vígð
Það verður fjör í stúkunni á Víkingsvelli annað kvöld.
Það verður fjör í stúkunni á Víkingsvelli annað kvöld.
Mynd: Raggi Óla
Flóðljós verða notuð í fyrsta skipti í leik á Víkingsvelli annað kvöld þegar Víkingur og Breiðablik mætast í undanúrslitum Mjólkurbikarsins klukkan 19:15.

Gervigras var lagt á Víkingsvöllinn fyrr í sumar og nú eru birtuskilyrði þannig að flóðljós verða notuð í leiknum annað kvöld.

Víkingur fór síðast í bikarúrslit 1971 þegar liðið varð bikarmeistari en stefnt er á að setja vallarmet á Víkingsvelli annað kvöld.

„Þetta er epic leikur. Ég vona að stuðningsmenn finni það. Það er gamla góða klisjan að fjölmenna á völlinn. Þeir verða að drulla sér á lappir og búa til alvöru stemningu. Blikar finna fyrir því ef það verður alvöru stemning. Fólk má mæta á undan og þetta snýst um að njóta dagsins. Þetta gerist ekki á hverjum degi í Víkinni þó að það gerist vonandi í framtíðinni," sagði Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, í Víkings hlaðvarpinu.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner