Arsenal á góða möguleika á að fá Rodrygo - Atletico leggur allt kapp á að fá Romero - West Ham hafnaði tilboði í Kudus
   sun 14. ágúst 2022 19:20
Ívan Guðjón Baldursson
Conte: Ef það er eitthvað vandamál þá er það á milli mín og hans

Antonio Conte neitaði því þrisvar sinnum að ræða um það sem gerðist á milli hans og Thomas Tuchel, knattspyrnustjóra Chelsea, eftir fjandslag dagsins í ensku úrvalsdeildinni.


Tottenham heimsótti þar Chelsea og voru lærisveinar Conte heppnir að sleppa frá Stamford Bridge með stig í farteskinu. 

„Ég vil bara tala um leikinn, ekkert annað. Þetta var erfiður leikur og Chelsea sýndi að þeir eru með virkilega sterkt lið. Ef við viljum berjast við Chelsea á stöðutöflunni þá verðum við að spila betur," sagði Conte að leikslokum.

„Það er eðlilegt að lenda í erfiðleikum á þessum velli en ég er ánægður með færin sem við sköpuðum."

„Ég vil ekki tjá mig um Tuchel, ef það er eitthvað vandamál þá er það bara á milli mín og hans."

Conte var einnig spurður út í meintu brotin í aðdraganda marka hans manna og sagðist ekki hafa tekið eftir þeim.


Athugasemdir