Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 14. ágúst 2022 23:55
Ívan Guðjón Baldursson
Conte með fyndin skilaboð til Tuchel á Instagram
Mynd: Getty Images

Antonio Conte og Thomas Tuchel lenti saman í tvígang þegar Chelsea og Tottenham gerðu 2-2 jafntefli. Mönnum var heitt í hamsi en þeir gerðu báðir lítið úr atvikunum í viðtölum að leikslokum. 


Tuchel talaði um að þetta hafi bara verið í hita leiksins og benti á að leikmenn geti vel verið góðir vinir en þegar þeir mætast sem andstæðingar á vellinum séu þeir óvinir. Þetta geti líka átt við um þjálfara.

Conte sagði að hvað sem hafi gerst væri bara á milli hans og Tuchel og vildi ekki tjá sig frekar um málið.

Stjórarnir fögnuðu mörkum fyrir framan hvorn annan og tókust svo á að leikslokum þegar kom að því að takast í hendur. Úr varð mögulega lengsta og stífasta handaband í sögu ensku úrvalsdeildarinnar.

Conte fór á Instagram eftir leikinn og birti skemmtilegt myndband til Tuchel, en þeim tveimur hafði alltaf samið vel fram að þessu. 

Í myndbandinu er Tuchel að fagna marki af innlifun beint fyrir framan nefið á Conte. Þjóðverjinn sprettir fagnandi framhjá Conte sem er að labba niðurlútur í áttina á móti. Conte er að horfa í jörðina og segist ekki hafa séð kollega sinn hlaupa framhjá sér.

„Heppinn að ég sá þig ekki... þú hefðir átt skilið að vera felldur," skrifaði Conte með þremur hláturtjáknum við hliðina.

Stjórarnir fengu báðir rautt spjald fyrir handabandið magnþrungna og eru því í leikbanni í næstu umferð.

Hægt er að sjá myndbandið sjálft í 'Story' á Instagram hjá Antonio Conte.


Athugasemdir
banner
banner
banner