„Tilfinningin er vond eins og alltaf þegar maður tapar leikjum," sagði Óli Stefán Flóventsson, þjálfari Grindavíkur eftir tap gegn ÍBV í kvöld.
Grindavík fékk mark á sig strax á fyrstu mínútu og er það ekki í fyrsta sinn í sumar sem liðið lendir undir.
„Þetta er 10. leikurinn í röð þar sem við lendum undir sem er mjög vont. Það er vont fyrir lið eins og okkur að vera alltaf að elta. Þessa seinni umferð höfum við alltaf verið í eltingarleik og það hentar okkur greinilega illa."
Evrópusætið er nú orðinn fjarlægur draumur hjá Grindavík. Óli Stefán er ekki ánægður með sumarið heilt yfir, og þá sérstaklega ekki seinni umferðina.
„Evrópusætið er eitthvað sem ég er ekki að spá í. Ég er aðallega að spá í leik míns liðs þannig að við verðum þetta alvöru lið. Það vantar svo ofboðslega lítið upp á við séum mjög gott Pepsi-deildar lið."
Grindvíkingar áttu flottan leik í síðustu umferð gegn FH og sköpuðu sér fullt af færum sem það tókst ekki að nýta, en eitthvað svipað var upp á teningnum í kvöld.
„Okkar vinna liggur í því að búa til gott lið og við erum á góðri leið með það þó að staðan síðustu leiki segir eitthvað annað. En ef rýnt er í leikina og skoðar vel vinnuna sem við erum að gera þá sjáum við alveg að við erum drullu gott lið og getum veitt öllum keppni og gott betur en það oft á tíðum. En það er ekki nóg að vera flottur á hvítu laki."
„
Grindavík fékk mark á sig strax á fyrstu mínútu og er það ekki í fyrsta sinn í sumar sem liðið lendir undir.
„Þetta er 10. leikurinn í röð þar sem við lendum undir sem er mjög vont. Það er vont fyrir lið eins og okkur að vera alltaf að elta. Þessa seinni umferð höfum við alltaf verið í eltingarleik og það hentar okkur greinilega illa."
Evrópusætið er nú orðinn fjarlægur draumur hjá Grindavík. Óli Stefán er ekki ánægður með sumarið heilt yfir, og þá sérstaklega ekki seinni umferðina.
„Evrópusætið er eitthvað sem ég er ekki að spá í. Ég er aðallega að spá í leik míns liðs þannig að við verðum þetta alvöru lið. Það vantar svo ofboðslega lítið upp á við séum mjög gott Pepsi-deildar lið."
Grindvíkingar áttu flottan leik í síðustu umferð gegn FH og sköpuðu sér fullt af færum sem það tókst ekki að nýta, en eitthvað svipað var upp á teningnum í kvöld.
„Okkar vinna liggur í því að búa til gott lið og við erum á góðri leið með það þó að staðan síðustu leiki segir eitthvað annað. En ef rýnt er í leikina og skoðar vel vinnuna sem við erum að gera þá sjáum við alveg að við erum drullu gott lið og getum veitt öllum keppni og gott betur en það oft á tíðum. En það er ekki nóg að vera flottur á hvítu laki."
„
Athugasemdir