Liverpool og Barcelona hafa áhuga á Alvarez - Bilic gæti tekið við West Ham - Man Utd ætlar að fá inn markvörð næsta sumar
Gagnrýnin réttmæt - „Auðvitað á hún rétt á sér þegar við eigum að vera í þessari toppbaráttu“
Túfa: Leikurinn sýndi hvert íslenska deildin er komin í dag
Dóri Árna: Sé ekki betur en að Hólmar hoppi upp og slái í boltann - Vona að ég hafi rangt fyrir mér
Gummi Kri um Jökul: Hann gerir töluvert meira gagn þar heldur en upp í stúku
Heimir: Ef það er einhver sem ég vil að fái svona færi þá er það Bjarni, fyrir utan Björn Daníel
Markmiðið sett eftir Bröndby leikinn: „Búnir að standast prófið hingað til“
Þórarinn Ingi: Ég er bara að vinna hérna og hjálpa til eins og ég get
Segir Sigurð besta dómara landsins - „Búinn að fá alveg nóg og lét gamminn geisa“
Gylfi: Tímabært fyrir dómarana að fá VAR hjálp
Hallgrímur Jónasson: Ég fór á háu nóturnar
Óskar Hrafn: Við höfum örlögin í okkar höndum
Láki: Stundum þarf maður að vera pínu bófi
Birnir Snær: Okkur fjölskyldunni líður ótrúlega vel hérna
Alex Freyr: Þurfum að loka svona leikjum 6 til 7-0
Maggi með ákall til stuðningsmanna - „Þurfum að fylla völlinn og búa til alvöru stemningu"
Stefan Ljubicic: Féll allt á einhvern hátt fyrir okkur
Venni: Þetta er bara leikaraskapur og hann kemst upp með það
Ívar Örn: Manni finnst maður oft vera full gamall
Hemmi Hreiðars: Stórkostlegt að vera komnir þetta langt á kornungu liði
Haraldur Freyr: Hjálpar okkur helling að við vorum í þessum leik í fyrra
banner
   fim 14. september 2017 20:19
Bjarni Þórarinn Hallfreðsson
Óli Stefán: 10. leikurinn í röð þar sem við lendum undir
Seinni umferðin hefur verið erfið hjá Grindvíkingum
Seinni umferðin hefur verið erfið hjá Grindvíkingum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Tilfinningin er vond eins og alltaf þegar maður tapar leikjum," sagði Óli Stefán Flóventsson, þjálfari Grindavíkur eftir tap gegn ÍBV í kvöld.

Grindavík fékk mark á sig strax á fyrstu mínútu og er það ekki í fyrsta sinn í sumar sem liðið lendir undir.

„Þetta er 10. leikurinn í röð þar sem við lendum undir sem er mjög vont. Það er vont fyrir lið eins og okkur að vera alltaf að elta. Þessa seinni umferð höfum við alltaf verið í eltingarleik og það hentar okkur greinilega illa."

Evrópusætið er nú orðinn fjarlægur draumur hjá Grindavík. Óli Stefán er ekki ánægður með sumarið heilt yfir, og þá sérstaklega ekki seinni umferðina.

„Evrópusætið er eitthvað sem ég er ekki að spá í. Ég er aðallega að spá í leik míns liðs þannig að við verðum þetta alvöru lið. Það vantar svo ofboðslega lítið upp á við séum mjög gott Pepsi-deildar lið."

Grindvíkingar áttu flottan leik í síðustu umferð gegn FH og sköpuðu sér fullt af færum sem það tókst ekki að nýta, en eitthvað svipað var upp á teningnum í kvöld.

„Okkar vinna liggur í því að búa til gott lið og við erum á góðri leið með það þó að staðan síðustu leiki segir eitthvað annað. En ef rýnt er í leikina og skoðar vel vinnuna sem við erum að gera þá sjáum við alveg að við erum drullu gott lið og getum veitt öllum keppni og gott betur en það oft á tíðum. En það er ekki nóg að vera flottur á hvítu laki."

Athugasemdir