Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   lau 14. september 2019 17:46
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Maguire fékk það óþvegið - „Erum með Soyuncu"
Mynd: Getty Images
Harry Maguire átti fínan leik fyrir Manchester United gegn gömlu félögunum í Leicester. Hann fékk hjá flestum góða einkunn fyrir frammistöðu sína, 7 hjá Sky Sports og 8 hjá staðarmiðlinum Manchester Evening News.

Maguire var í sumar keyptur til Manchester United frá Leicester fyrir 80 milljónir punda. Hann varð dýrasti varnarmaður sögunnar.

Hann sýndi Leicester alltaf mikla virðingu, mætti alltaf á æfingar og sinnti sinni vinnu eins og fagmaður á meðan hann var leikmaður liðsins.

Samt sem áður bauluðu stuðningsmenn Leicester á hann á Old Trafford í dag. Þeir bauluðu á hann og sungu, „Farðu til fjandans Maguire, við þurfum þig ekki, við erum með Soyuncu."

Fjölmiðlamaðurinn Simon Peach segir frá þessu á Twitter, en þess má geta að Caglar Soyuncu fékk dæmda á sig vítaspyrnu. Úr vítaspyrnunni skoraði Marcus Rashford eina mark leiksins fyrir Manchester United.


Athugasemdir
banner
banner
banner