Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   lau 14. september 2019 11:22
Ívan Guðjón Baldursson
Mourinho: Fannst Sanchez vera sorgmæddur maður
Mynd: Getty Images
Jose Mourinho var við stjórn hjá Manchester United þegar Alexis Sanchez samþykkti að skipta yfir frá Arsenal.

Sanchez fann sig aldrei hjá Rauðu djöflunum og lánuðu þeir hann til Inter í sumar. Man Utd borgar langstærsta hluta launa hans meðan hann er úti að láni.

„Sanchez... mér fannst hann ekki vera hamingjusamur einstaklingur. Ef þú ert í starfi þar sem þú ert ekki hamingjusamur þá er ekki auðvelt að standa sig vel á hæsta stigi. Mér gæti skjátlast, kannski var það bara ég sem náði ekki því besta úr honum," sagði Mourinho í viðtali við Telegraph.

„Sem þjálfari þá tekst manni stundum að ná því besta úr sínum mönnum en stundum ekki. Það er raunveruleikinn.

„Mér fannst Sanchez alltaf verið sorgmæddur maður en hann gæti unnið sig uppúr þessu á Ítalíu. Ég vona að honum takist það. Ég óska öllum leikmönnum alltaf alls hins besta."


Mourinho tjáði sig einnig um Lukaku sem var seldur til Inter í sumar.

„Félagaskipti Lukaku eru öðruvísi. Þetta er ekki leikmaður sem mistókst að gera vel, þetta er leikmaður með metnað sem vill breyta um andrúmsloft í tilraun til að bæta sig."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner