Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 14. september 2021 23:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Taylor í sviðsljósinu - „Þurfum að fá dómara til að útskýra þetta"
Anthony Taylor.
Anthony Taylor.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Enski dómarinn Anthony Taylor og hans teymi voru í sviðsljósinu í Meistaradeildinni í kvöld.

Taylor dæmdi leik Dynamo Kiev og Benfica sem fram fór í Úkraínu.

Sá enski reif upp rauða spjaldið einu sinni í leiknum en tók svo það til baka. Hann gaf Denys Garmash, leikmanni Dynamo Kiev, sitt annað gula spjald og þar með rautt. En síðan áttaði hann sig á því að hann hefði ekki gefið honum fyrra gula.

Garmash fékk því að spila áfram og hann átti góða sendingu í uppbótartíma að marki. Markið var hins vegar dæmt af vegna rangstöðu eftir VAR-skoðun.

„Við þurfum að fá einhvern dómara til að útskýra þetta fyrir okkur. Ég skil þetta ekki," sagði Davíð Þór Viðarsson, aðstoðarþjálfari FH, á Stöð 2 Sport og tók Atli Viðar Björnsson undir það.

Hér að neðan má sjá mynd af rangstöðunni. Leikmaðurinn sem er í rangstöðu hafði ekki mikil áhrif á leikinn.


Athugasemdir
banner
banner
banner