Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
Jóhann Birnir: Þurfum að vera með fókus á það sem við erum að gera
Árni Freyr: Vorum litlir í okkur og náðum ekki að höndla svona barning
Bergvin stóð við stóru orðin - „Gaman að hafa smá banter í þessari deild"
Gunnar Már: Það var eins og við vorum manni færri
Gústi Gylfa: Rautt spjald snýst ekkert um agavandamál
Farið á þrjú stórmót og þetta er besta umhverfið
„Hvað gerðist ekki í þeim leik?"
Ræða forsetans gladdi - „Við sögðum allt sem lá á hjartanu"
Sveindís: Veit ekki hvort þeir hafi séð þetta fyrir sér fyrir nokkrum árum
Bjarni Jó: Sagði að nú vilja Gummi Tóta, Sævar Gísla og allir koma
Haraldur Freyr: Réðum öllu á vellinum
Hrannar Snær: Mjög sáttur með mína frammistöðu það sem af er
Dóri Árna: Slakasti hálfleikurinn í sumar
Maggi Már: Bara einn staður sem þeir eiga að vera á og það er hérna í 270
Siggi Höskulds: Þetta á að skila sigri alveg sama á hvaða velli
Venni: Þetta er algjört lúxusvandamál sem ég glími við
Tómas Bjarki: Þetta er alveg kúnst
Halli Hróðmars: Leikplanið fór út um gluggann snemma í dag
Gunnar Heiðar: Þegar lestin er farin af stað er helvíti erfitt að stoppa hana
Jakob Gunnar: Einhver skrítnasta skottækni sem ég hef séð
   lau 14. september 2024 17:44
Brynjar Óli Ágústsson
Hemmi Hreiðars: Við unnum deildina
Lengjudeildin
<b>Hermann Hreiðarsson, þjálfari ÍBV.</b>
Hermann Hreiðarsson, þjálfari ÍBV.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

..Við unnum deildinna, markmiðið náð og við vorum frábærir í dag,'' segir Hermann Hreiðarsson, þjálfari ÍBV, eftir 1-1 jafntefli gegn Leiknir í lokaumferð Lengjudeildarinnar


Lestu um leikinn: Leiknir R. 1 -  1 ÍBV

„Við áttum fullt af öllu og hvernig við skoruðum ekki fjögur eða fimm mörk er bara svona. En það hafa margir leikir verið svona, en yfirhöfuð höfum við verið betra liðið. Strákarnir eiga þetta svo fyllilega skilið og þetta er búið að vera ótrúlega skemmtilegt tímabil.''

ÍBV tryggði sér sæti í Bestu deild fyrir næsta tímabil og dugði jafntefli þar sem að Fjölnir stein lá gegn Keflavík.

„Við vorum besta liðið, við skoruðum lang flest mörk og við vorum bara ótrúlega hugrekkir og aggresívir í allt sumar og bara hrikalega stoltur af liðinu,''

Oliver Heiðarsson varð markakóngur Lengjudeildarinnar með 14 mörk og hefur verið ótrúlega mikilvægur fyrir ÍBV á þessu tímabili.

„Já hann er búinn að vera stórkoslegur fyrir okkur í sumar, algjörlega frábær. Hann vinnur framlagið og svo náttúrlega öll mörkin sem hann hefur skorað og þessi ógn sem hann hefur. Þetta er svo frábær drengur og við höldum allir með honum,''

Hemmi er á sínu seinasta ári með ÍBV samkvæmt samningnum hans. Spurt var Hemma hvort það væri möguleiki að hann væri að hætta með ÍBV sem þjálfari.

„Samningurinn er búinn og svo eru bara viðræður eins og gerist og gengur. Það er alveg hugur hjá báðum og það er bara að skoða hvernig það fer. Ég hef notið þess að vera hérna í þrjú ár og svo er bara um hvort menn ná saman,''

Það verður svo sannalega stuð í Herjólfi á heimleið.

„Það verður partý, allir að skella sér í Herjólf einn tveir og bingó, allir velkomnir.'' segir Hemmi sáttur.

Hægt er að horfa á viðtalið í heild sinni fyrir ofan.


Athugasemdir
banner