Arsenall vill fá Kudus - Man Utd skoðar að losa Zirkzee - Maignan til City og hvað verður um Davies og David?
   mán 14. október 2024 07:00
Brynjar Ingi Erluson
Högg fyrir Real Madrid
Mynd: Getty Images
Franski miðvörðurinn William Saliba er efstur á óskalista Real Madrid fyrir næsta sumar en ólíklegt er að félagið muni hafa erindi sem erfiði í baráttu sinni um leikmanninn.

Madrídingar vilja styrkja varnarlínuna og hefur frammistaða Saliba heillað stjórnarmenn spænska risans.

Saliba og Gabriel hafa myndað eitt sterkasta miðvarðarpar ensku úrvalsdeildarinnar, en Arsenal er ekki reiðubúið til að slíta þá í sundur.

Samkvæmt Express ætlar Arsenal ekki að leyfa Saliba að fara næsta sumar og þá er þá ekkert sem bendir til þess að leikmaðurinn sé óánægður í Lundúnum.

Hann skrifaði undir nýjan langtímasamning við Arsenal á síðasta ári og er nú bundinn til 2027.

Ef Real Madrid tekst ekki að sannfæra Arsenal og Saliba er talið að félagið muni horfa til Cristian Romero hjá Tottenham Hotspur.
Athugasemdir
banner
banner