
Didier Deschamps, landsliðsþjálfari Frakka, var ósáttur eftir jafntefli gegn Íslandi á Laugardalsvelli í gær.
Guðlaugur Victor Pálsson kom Íslandi yfir undir lok fyrri hálfleiksins en Deschamps vildi meina að hann hafi brotið á Manu Kone, miðjumanni Roma, inn á teignum.
Guðlaugur Victor Pálsson kom Íslandi yfir undir lok fyrri hálfleiksins en Deschamps vildi meina að hann hafi brotið á Manu Kone, miðjumanni Roma, inn á teignum.
Lestu um leikinn: Ísland 2 - 2 Frakkland
„Ég held að eftir að hafa séð þetta aftur, þá var augljóst brot á Kone“ sagði Deschamps.
„Ég ætla ekki að fara grenja en stundum hljóta þeir að vera sofandi, að dómarinn sjái það ekki, ég ætla ekki að kenna dómurunum um en það voru líka dæmd minniháttar brot, kannski líka vegna þess að hann er hér, ég hafði þá tilfinningu að umhverfið hafi haft aðeins áhrif á hann.“
Athugasemdir