Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
   mán 14. nóvember 2022 00:01
Brynjar Ingi Erluson
Man Utd ætlar ekki að tjá sig um Ronaldo í kvöld
Cristiano Ronaldo
Cristiano Ronaldo
Mynd: Getty Images
Enska úrvalsdeildarfélagið Manchester United mun ekki tjá sig um ummæli Cristiano Ronaldo í kvöld en þetta kemur fram í Telegraph.

Ronaldo kom fram í viðtali hjá enska sjónvarpsmanninum Piers Morgan í kvöld en bútur úr 90 mínútna viðtalinu var birtur í kvöld og segir portúgalski leikmaðurinn Manchester United hafa svikið sig og gert sig að svörtum sauð.

Þá segist hann ekki bera virðingu fyrir Erik ten Hag og gagnrýnir þá félagið harðlega fyrir vinnubrögð þeirra og annað, en viðtalið er birt í tveimur pörtum á miðvikudag og fimmtudag.

Telegraph hafði samband við Manchester United og vildi fá viðbrögð við ummælum Ronaldo en félagið mun ekki tjá sig um málið í kvöld.

Samkvæmt heimildum enska blaðsins þá vill United ekki láta ummæli Ronaldo skyggja á samheldnina og andann hjá liðinu og stuðningsmönnum félagsins eftir 2-1 sigurinn á Fulham í ensku úrvalsdeildinni í dag.


Athugasemdir
banner
banner