Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 15. janúar 2020 21:39
Aksentije Milisic
Ítalski bikarinn: Juventus fór auðveldlega áfram
Mynd: Getty Images
Juventus 4 - 0 Udinese
1-0 Gonzalo Higuain ('16 )
2-0 Paulo Dybala ('26 , víti)
3-0 Paulo Dybala ('57 )
4-0 Douglas Costa ('61 , víti)

Juventus og Udinese mættust í ítalska bikarnum í kvöld en leikið var í 16 liða úrslitum. Fyrr í dag komust AC Milan og Fiorentina áfram en bæði lið unnu heimasigra.

Juventus lenti ekki í neinum vandræðum með gestina í Udinese. Á 16. mínútu kom Gonzalo Higuain heimamönnum yfir eftir glæsilega sókn. Hann og Paulo Dybala, gáfu þá sex sendingar á milli sín sem gjörsamlega splundraði vörn gestanna og Higuain kláraði vel.

Næstu tvö mörk skoraði Paulo Dybala síðan sjálfur. Hann fiskaði víti á 26. mínútu sem hann skoraði örugglega úr og svo var hann aftur á ferðinni á 58. mínútu en þá skoraði hann eftir sendingu frá Higuain. Dybala gat síðan náð þrennunni á 61. mínútu þegar Juventus fékk vítaspyrnu en hinn auðmjúki Dybala leyfði Douglas Costa að taka vítaspyrnuna sem hann skoraði úr.

Öruggur sigur Juventus sem er komið áfram í 8 liða úrslitin en næsti leikur er gegn Parma á heimavelli í Serie A á sunnudaginn kemur.
Athugasemdir
banner
banner
banner