Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 15. janúar 2021 14:00
Magnús Már Einarsson
Álitsgjafar spá í stórleik Liverpool og Manchester United
Það verður hart barist á Anfield á sunnudaginn.
Það verður hart barist á Anfield á sunnudaginn.
Mynd: Getty Images
Verður Rashford á skotskónum?
Verður Rashford á skotskónum?
Mynd: Getty Images
Mohamed Salah.
Mohamed Salah.
Mynd: Getty Images
Bruno Fernandes hefur leikið frábærlega á tímabilinu.
Bruno Fernandes hefur leikið frábærlega á tímabilinu.
Mynd: Getty Images
Liverpool og Manchester United mætast í toppslag í ensku úrvalsdeildinni klukkan 16:30 á sunnudag. Þessi lið eru bæði að berjast um enska meistaratitilinn í fyrsta skipti síðan árið 2009.

Fótbolti.net fékk nokkra álitsgjafa til að spá í spilin fyrir leikinn!



Logi Bergmann Eiðsson, Síminn sport
Það er bara tvennt sem kemur til greina. Fimm marka hasarleikur með rauðu spjaldi, slagsmálum og góðum VAR-pásum eða 0-0 eða 1-1 í mjög bragðdaufum leik. Ég held að þetta verði fyrri útgáfan. Held að United vinni 3:2 eftir að hafa verið undir og sigurmarkið verði svo umdeilt að við verðum enn að tala um það á Hrafnistu. Pogba verður maður leiksins. Hann virðist hafa vaknað.

Doddi litli, Rás 2
Ég veit að flestir bíða rosa spenntir eftir þessum leik, erkifjendur sem hafa meira skipts á að vera í toppbaráttu en að vera þar saman. Nú loksins eru allir að dansa, öll nettröllin í rosa stuði, allir búnir að brýna disshnífa sína fyrir sunnudagskvöldið, ég held að sumir fylgist meira með leiknum fyrir góðan banter frekar en góðan fótbolta. Ég held að þetta byrji sem algjört stál í stál og verði það út leikinn og hann endi með hundleiðinlegu 0-0 jafntefli nema að einhver fái rautt spjald þá mun þetta fara í eitthvert rugl. En eitthvað segir mér að trollarnir verði fyrir vonbrigðum og samfélagsmiðlaÞórðargleðin verði frekar aum á sunnudagskvöldið og leikurinn verði varla ræddur á kaffistofum á mánudaginn.

Berglind Björg Þorvaldsdóttir, landsliðskona
Þetta verður svakalegur leikur sem allir eru að bíða eftir. Man utd búnir að vera frábærir eftir að þeir duttu út úr Meistaradeildinni og eru efstir eins og staðan er núna í deildinni. Liverpool búnir að vera í miklum meiðslavandræðum þá sérstaklega í vörninni. Það mun skipta sköpum hvort Matip muni spila eða ekki þar sem hann er að koma úr meiðslum, annars þarf Henderson að fara aftur í miðvörðinn eða fá inn einn af ungu peyjunum til að sjá um miðvörðinn. Ég ætla að tippa á mína menn í Manchester að þeir taki þetta! Liverpool 1 - 2 Man utd, Bruno, Rashford og Mané með mörkin.

Kristján Atli Ragnarsson, kop.is
Í fyrsta sinn síðan 2009 mætast stærstu lið Englands í deildarleik eftir áramót og toppsætið í húfi. Liverpool eru með besta heimavöllinn, United með besta útivallarárangurinn. Kyndingar hafa staðið yfir í næstum tvær vikur núna og pressan verður gríðarleg, á leikmönnum beggja liða og ekki síður dómarateyminu. Sem fyrr vona ég að umdeild atriði eyðileggi ekki leikinn og ég vona að United mæti með brjóstkassann úti og sæki til sigurs. Af því að við vitum hvernig fer fyrir liðum sem reyna að sækja sigur á Anfield. Ég spái því að mínir menn minni alla á hverjir eru bestir og vinni 3-0 sigur. Salah, Mané og Firmino skora allir. United vinnur svo bikarslag liðanna á Old Trafford eftir viku.

Tryggvi Páll Tryggvason, Vísir
Það er alveg ótrúlegt að Manchester United sé að fara á Anfield með þriggja stiga forystu á toppi deildarinnar í ljós þess að fyrir næstum því nákvæmlega ári síðan náði Liverpool 30 stiga forskoti á United með sigri í sömu viðureign og fer fram um helgina. Það gerist örsjaldan að þessi lið séu að berjast við hvort annað í efstu tveimur sætunum sem kryddar þennan leik alveg sérstaklega. Þarna er dauðafæri fyrir Ole og félaga að sýna að þessi atlaga þeirra að titlinum sé alvöru. Á sama tíma geta Klopp og hans menn nýtt þennan leik til þess að koma titilvörninni almennilega af stað eftir hikst síðustu vikna. Það er því allt undir og meira til. Þetta verður ekki markaleikur og hvorugt lið mun gefa mörg færi á sér. Spái 0-1 sigri Manchester United. Bruno Fernandes með markið á 85. mínútu úr víti eftir umdeilt VAR-atvik fyrir framan Kop.

Egill Ploder, FM957
Þetta verður alvöru leikur. Fyrsti leikurinn í langan tíma þar sem erkifjendurnir eru í efstu 2 sætunum og eru í alvöru innbyrðisbaráttu. Svona á þetta að vera! United eru aðeins cocky eftir góð úrslit í síðustu leikjum. LFC þurfa hinsvegar að fara að stíga upp og finna sitt rétta andlit. Ég sé það gerast í þessum leik. Liverpool er alltaf að fara að fá mark á sig, það er klárt. Ég ætla að setja 3-1 á þetta. Liverpool lendir undir snemma eftir mark frá Cavani. Salah vaknar aðeins til lífsins eftir erfiða síðustu leiki og skorar 2. Jordan Henderson setur svo eitt fyrirliðamark undir lokinn og tryggir þrjú stig.

Atli Arnarson, HK
Ég hugsa þetta verði frekar jafn leikur og fyrri hálfleikur jafnvel smá vonbrigði. Bæði lið passív og gefa fá færi á sér. Hlutirnir fari svo að gerast í seinni hálfleik. Rashford skorar eftir skyndisókn og Firmino jafnar stuttu seinna með skalla. Ole grípur þá í taumana og hendir El Matador inná sem klárar leikinn með dramatísku sigurmarki. Hann fagnar svo eftir leik með mynd á Instagram við textann “Gracias Amigo”.

Baldur Kristjánsson, ljósmyndari
Þetta verður Klopp masterclass og fer leikurinn 3-0. Mane, Salah og Shaqiri skallar síðasta inn með sínu hnausþykka hári. Samfélagið mun því hætta sínu kvíðablendna göngulagi sem hefur einkennt okkur síðustu vikur og förum sperrt inní seinni hluta tímabilsins.

Gunnar Jarl Jónsson, fyrrum dómari
Ég er farinn að hallast að leiðinlegum leik líkt og 2019 þegar Liverpool tapaði mikilvægum stigum þar. Liverpool verið afskaplega slappir að undanförnu á meðan Man. Utd hafa sallað inn stigunum. Meiri pressa á Liverpool. Hver hefði trúað því að Man. Utd gæti verið 6 stigum fyrir ofan Liverpool 17. janúar? Lykillinn fyrir Liverpool er að ná fyrsta markinu og helst snemma. Skyndisóknir Man. Utd eitraðar á meðan sóknarleikur Liverpool á síðasta þriðjungi hefur verið slakur. Spái 1-1 í frekar tilþrifalitlum leik. Því miður. Vona að ég hafi rangt fyrir mér.

Svava Kristín Grétarsdóttir, Stöð 2 Sport
Það er loksins komið að þessum leik, maður er búin að bíða spenntur eftir þessu frá því liðin urðu jöfn á toppnum. Ég skipti um skoðun daglega hvernig þessi blessaði leikur fer. Eftirvæntingin er svo mikil að ég hugsa að hann sé alltaf að fara að valda okkur vonbrigðum, en vonandi ekki. VAR tekur mark af Liverpool og United vinnur svo eins marks sigur og sigurmarkið verður eitthvað skíta víti sem þeir áttu ekki skilið og allt verður vitlaust á samfélagsmiðlum. Lokatölur 1-2 fyrir mínum mönnum í United, það segir sig sjálft að Bruno verði því með sigurmarkið.

Felix Bergsson, RÚV
Þetta verður svakalegur leikur og grófur og kæmi ekki á óvart að einhverjir yrðu bornir af velli. Samkvæmt öllu, formi og árangri undanfarið, er United líklegra en ég trúi að mínir menn berjist til síðasta manns. Það dugir þó bara til jafnteflis. Ég spái 2-2 en þetta verður rosalegt.

Sigurður Egill Lárusson, Valur
Þetta verður rosalegur leikur. Mínir menn halda áfram á þeirri þægilegu siglingu sem þeir eru á og vinna að lokum 3-2. Bruno tryggir sigurinn í lok leiks úr umdeildri vítaspyrnu. Liverpool samfélagið heldur áfram að nötra.
Enski boltinn - Tekist á fyrir stórleik ársins
Athugasemdir
banner
banner
banner