banner
   fös 15. janúar 2021 13:30
Elvar Geir Magnússon
Forsetakosningum Barcelona frestað
Joan Laporta er sigurstranglegastur.
Joan Laporta er sigurstranglegastur.
Mynd: Getty Images
Forsetakosningar Barcelona áttu að fara fram eftir níu daga en þeim hefur nú verið frestað. Óvíst er hvenær kosningarnar fara fram.

Bráðabirgðastjórn Barcelona ákvað að fresta kosningunum í ljósi þess að vegna Covid-19 hefðu aðeins helmingur þeirra sem hafa atkvæðisrétt getað kosið.

Unnið er að því að kosningarnar fari fram með póstsendingum.

Carlos Tusquets er bráðabirgðaforseti Börsunga en það eru Joan Laporta, Victor Font og Toni Freixa sem koma til greina í forsetaembættið til frambúðar.

Laporta, sem var forseti Barcelona 2003-2010, er talinn sigurstranglegastur.

Sjá einnig:
Fjárhagsstaða Barcelona slæm - Félagið safnar skuldum
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner