lau 15. janúar 2022 10:41
Brynjar Ingi Erluson
Aubameyang með hjartavandamál - Spilaði ekki gegn Gana
Pierre-Emerick Aubameyang
Pierre-Emerick Aubameyang
Mynd: EPA
Pierre-Emerick Aubameyang, leikmaður Arsenal á Englandi, var ekki í leikmannahópi Gabon gegn Gana í Afríkukeppninni í gær en þetta er annar leikurinn í riðlakeppninni sem hann missir af.

Aubameyang er stærsta stjarna Gabon en hann á 29 mörk í 71 leik fyrir landsliðið.

Hann hefur lítið spilað með Arsenal undanfarið eftir að Mikel Arteta tók hann úr leikmannahópnum vegna slæms viðhorfs og þá var hann sviptur fyrirliðabandinu.

Aubameyang fékk Covid-19 á dögunum og missti því af fyrsta leik Gabon í Afríkukeppninni og aftur vantaði hann í gær gegn Gana en nú er komið í ljós að hann er með sáratengdar vefjaskemmdir í hjarta.

Hann er ekki eini leikmaðurinn í Gabon sem er með þetta vandamál en Mario Lemina og Axel Meye greindust einnig með vefjaskemmdirnar.

Læknateymið á Afríkukeppninni hefur þó fullvissað Arsenal um að vandamálið sé ekki alvarlegt og að Aubameyang muni jafna sig af þessu en það voru engar áhættur teknar varðandi leikinn gegn Gana og leikmennirnir þrír hvíldir.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner