Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   lau 15. janúar 2022 13:00
Brynjar Ingi Erluson
Stórt tap gegn Suður-Kóreu
Icelandair
Sveinn Aron Guðjohnsen skoraði eina mark Íslands
Sveinn Aron Guðjohnsen skoraði eina mark Íslands
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hákon Rafn Valdimarsson varði vítaspyrnu í leiknum
Hákon Rafn Valdimarsson varði vítaspyrnu í leiknum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ísland 1 - 5 Suður-Kórea
0-1 Guesung Cho ('15 )
0-1 Guesung Cho ('24 , misnotað víti)
0-2 Changhoon Kwon ('26 )
0-3 Seungho Paik ('28 )
1-3 Sveinn Aron Guðjohnsen ('54 )
1-4 Jingyu Kim ('73 )
1-5 Jisung Eom ('85 )
Lestu um leikinn

Íslenska karlalandsliðið tapaði fyrir Suður-Kóreu, 5-1, í æfingaleik í Belek í Tyrklandi í dag.

Guesung Cho kom Kóreumönnum yfir á 15. mínútu eftir flottan einnar snertingar fótbolta. Boltanum var lyft inn í teiginn á Cho sem átti snyrtilega afgreiðslu í netið.

Nokkrum mínútum síðar fengu Kóreumenn víti er Ari Leifsson braut klaufalega á Cho innan teigs en Hákon Rafn Valdimarsson varði vítaspyrnuna.

Annað markið kom tveimur mínútum síðar. Chanhoon Kwon gerði það. Það barst langur bolti úr vörninni á Kwon sem kláraði vel áður en Seungho Paik gerði þriðja markið með frábæru skoti af 25 metra færi í samskeytin. Kóreumenn með þriggja marka forystu í hálfleik.

Arnar Þór Viðarsson gerði nokkar skiptingar í hálfleik en Viktor Örlygur Andrason, Kristall Máni Ingason og Ísak Óli Ólafsson komu allir inn.

Kristall átti fínar rispur eftir að hann kom inn og leit íslenska liðið vel út.

Sveinn Aron Guðjohnsen minnkaði muninn á 54. mínútu. Davíð Kristján Ólafsson átti sendingu á Svein í teignum, sem tók skot, boltinn fór af varnarmanni og aftur á Svein sem skoraði í annarri tilraun. Fyrsta A-landsliðsmark hans.

Yeongjae Lee átti gott skot í slá á 64. mínútu áður en fjórða mark Kóreumanna kom á 73. mínútu. Dounggyeong Lee og Jingyu Kim spiluðu vel saman áður en Lee skaut á markið. Hákon Rafn varði boltann en Kim nýtti frákastið og skoraði.

Jón Daði Böðvarsson, sem kom inná sem varamaður í leiknum, var nálægt því að skora annan leikinn í röð. Viðar Ari Jónsson átti hornspyrnu og eftir mikinn vandræðagang í teignum átti Jón Daði skot en boltinn fór af varnarmanni og aftur fyrir endamörk.

Jisung Eom gulltryggði sigur Suður-Kóreu með skalla undir lok leiks og lokatölur 5-1 fyrir Suður-Kóreu. Aðeins of stór biti fyrir íslenska liðið.


Athugasemdir
banner
banner
banner