Aké hafnar West Ham - Johnson að skrifa undir hjá Palace - Úrvalsdeildarfélög vilja Nwaneri - Man Utd skoðar Mateta - Vuskovic vekur áhuga
   mið 15. janúar 2025 23:16
Brynjar Ingi Erluson
Championship: Blackburn kláraði Portsmouth á fimmtán mínútum
Blackburn 3 - 0 Portsmouth
1-0 Makhtar Gueye ('61 )
2-0 Callum Brittain ('71 )
3-0 Andreas Weimann ('76 )

Blackburn Rovers er komið upp í 5. sæti ensku B-deildarinnar eftir 3-0 sigur liðsins á Portsmouth á Ewood Park í kvöld.

Portsmouth var í vandræðum með að skapa sér færi í fyrri hálfleiknum á meðan Andreas Weimann fór illa með gott færi í liði Blackburn.

Gestirnir komu sterkari til leiks í síðari hálfleikinn. Colby Bishop átti tilraun sem hafnaði í þverslá og varð John Mousinho, stjóri Portsmouth, æfur á hliðarlínunni aðeins nokkrum mínútum síðar er Bishop var tekinn niður í teignum en ekkert dæmt.

Blackburn komst aftur í gírínn og tókst að gera út um leikinn á fimmtán mínútum.

Makhtar Gueye, Callum Brittain og Weimann skoruðu þrjú mörk til að tryggja Blackburn sigurinn.

Arnór Sigurðsson var ekki með Blackburn í dag vegna meiðsla, en hann það styttist þó í að hann verði klár í slaginn.

Blackburn er komið í 5. sæti deildarinnar með 42 stig á meðan Portsmouth er í næst neðsta sæti með 23 stig.
Stöðutaflan England Championship - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Coventry 25 15 7 3 55 26 +29 52
2 Ipswich Town 25 12 8 5 42 24 +18 44
3 Middlesbrough 25 12 7 6 33 26 +7 43
4 Watford 25 11 8 6 37 29 +8 41
5 Hull City 25 12 5 8 40 38 +2 41
6 Preston NE 25 10 10 5 34 25 +9 40
7 Millwall 25 11 7 7 27 32 -5 40
8 Bristol City 25 11 6 8 38 27 +11 39
9 Stoke City 25 11 4 10 30 23 +7 37
10 Wrexham 25 9 10 6 36 31 +5 37
11 Derby County 25 9 8 8 34 33 +1 35
12 QPR 25 10 5 10 35 39 -4 35
13 Leicester 25 9 7 9 35 37 -2 34
14 Southampton 25 8 9 8 38 34 +4 33
15 Sheffield Utd 25 10 2 13 36 38 -2 32
16 Swansea 25 9 5 11 26 31 -5 32
17 Birmingham 25 8 7 10 32 34 -2 31
18 West Brom 25 9 4 12 28 33 -5 31
19 Charlton Athletic 24 7 7 10 23 30 -7 28
20 Blackburn 24 7 6 11 22 28 -6 27
21 Portsmouth 24 6 7 11 21 35 -14 25
22 Norwich 25 6 6 13 28 37 -9 24
23 Oxford United 25 5 7 13 25 35 -10 22
24 Sheff Wed 24 1 8 15 18 48 -30 -7
Athugasemdir
banner
banner