Koné fer til Manchester - Zirkzee fær loforð frá Roma - Chelsea og Villa skoða Santi Castro - John Terry til Oxford? - Aké eftirsóttur
   mið 15. janúar 2025 18:00
Elvar Geir Magnússon
„Moyes er bara með vatnsbyssu í vopnabúrinu“
Everton tekur á móti Aston Villa í kvöld, í sínum fyrsta leik eftir að David Moyes tók við stjórnartaumunum í kjölfar þess að Sean Dyche var rekinn.

Everton er með 17 stig eftir 19 umferðir, einu stigi fyrir ofan fallsvæðið. Liðið hefur aðeins skorað fimmtán mörk í deildinni.

„Hann á virkilega erfitt verkefni fyrir höndum. Í vopnabúrinu er hann bara með vatnsbyssu," segir Chris Sutton, sérfræðingur BBC, um leikmannahóp Everton.

„Hann hefur tekið við liði sem skoraði ekki nægilega mörg mörk undir stjórn Dyche. Það var helsta vandamál liðsins og það er erfitt að sjá hvernig Moyes ætlar að leysa það með sömu leikmenn og Dyche hafði."

„Með Jordan Pickford, James Tarkowski og Jarrad Branthwaite er Everton með leikmenn sem geta haldið liðinu saman varnarlega en Moyes þarf að búa til meiri ógn sóknarlega og það verður erfitt, sérstaklega til að byrja með," segir Sutton sem spáir 2-0 sigri hjá Villa í kvöld.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 18 13 3 2 33 11 +22 42
2 Man City 18 13 1 4 43 17 +26 40
3 Aston Villa 18 12 3 3 29 19 +10 39
4 Liverpool 18 10 2 6 30 26 +4 32
5 Chelsea 18 8 5 5 30 19 +11 29
6 Man Utd 18 8 5 5 32 28 +4 29
7 Sunderland 17 7 6 4 19 17 +2 27
8 Brentford 18 8 2 8 28 26 +2 26
9 Crystal Palace 17 7 5 5 21 19 +2 26
10 Fulham 18 8 2 8 25 26 -1 26
11 Everton 18 7 4 7 18 20 -2 25
12 Brighton 18 6 6 6 26 25 +1 24
13 Newcastle 18 6 5 7 23 23 0 23
14 Tottenham 17 6 4 7 26 23 +3 22
15 Bournemouth 18 5 7 6 27 33 -6 22
16 Leeds 17 5 4 8 24 31 -7 19
17 Nott. Forest 18 5 3 10 18 28 -10 18
18 West Ham 18 3 4 11 19 36 -17 13
19 Burnley 18 3 3 12 19 34 -15 12
20 Wolves 18 0 2 16 10 39 -29 2
Athugasemdir