Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   mið 15. mars 2023 13:55
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Albert Brynjar leggur skóna á hilluna
Albert Brynjar er hættur í fótbolta.
Albert Brynjar er hættur í fótbolta.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sóknarmaðurinn Albert Brynjar Ingason hefur tilkynnt að hann sé búinn að leggja skóna á hilluna eftir flottan feril.

„Eftir síðasta bakslag er nokkuð ljóst að fótboltinn er búinn. Er gríðarlega þakklátur fyrir ferilinn og öllum þeim sem ég kynntist í gegnum fótboltann," skrifar Albert á samfélagsmiðla.

„Fótboltinn á Íslandi er einstakur að mínu mati, fólkið á bak við félögin eru í þessu út af ást fyrir sínu félagi og ekkert annað. Það leggur á sig mikla og óeigingjarna vinnu fyrir sín félög og hef ég í öllum þeim félögum sem ég hef spilað fyrir fundið fyrir því og borið mikla virðingu fyrir. Ég er þakklátur fyrir það hvernig hefur verið komið fram við mig hjá þeim liðum."

„Maður hefur upplifað margt á þessum ferli, Evrópukeppnir, Íslandsmeistaratitil, að falla, komast upp nokkrum sinnum. Í heildina algjör veisla!"


Albert er 37 ára gamall og uppalinn í Fylki, en hann lék einnig með Þór, FH, Fjölni og Kórdrengjum á sínum ferli. Hann skoraði 151 mark í 402 KSÍ-leikjum.

Albert var á mála hjá Fylki á síðustu leiktíð en kom ekkert við sögu vegna erfiðra meiðsla.
Athugasemdir
banner
banner
banner