Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 15. mars 2023 15:00
Elvar Geir Magnússon
Haaland: Keyptu mig til að vinna Meistaradeildina
Mynd: EPA
Erling Haaland segist hafa verið keyptur til Manchester City til að hjálpa liðinu að vinna Meistaradeildina. Haaland skoraði fimm mörk í 7-0 bursti City gegn RB Leipzig í Meistaradeildinni í gær en City er komið í 8-liða úrslit keppninnar.

„Auðvitað vill félagið vinna Meistaradeildina. Liðið er búið að vinna ensku úrvalsdeildina fjórum sinnum á síðustu fimm árum. Þeir fengu mig ekki til að vinna úrvalsdeildina því þeir vita þegar hvernig á að vinna hana," segir Haaland.

„Þú getur lesið milli línanna, ég er hér til að hjálpa liðinu að þróast enn meira og vinna Meistaradeildina í fyrsta sinn."

City hefur unnið sautján titla síðan eigandinn Sjeik Mansour tók yfir félagið 2008, þar af sex úrvalsdeildartitla.

Haaland er þriðji leikmaðurinn til að skora fimm mörk í einum Meistaradeildarleik; Luiz Adriano gerði það í leik með Shakhtar árið 2014 og Lionel Messi með Barcelona árið 2012.

„Ég tel að liðið geti enn bætt sig talsvert. Ég held að ég geti skorað enn meira, það er kannski auðvelt að segja það. Ég hef klúðrað mörgum færum. Ég get bætt mig í öllu," segir Haaland.
Athugasemdir
banner
banner