Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   mið 15. mars 2023 08:30
Brynjar Ingi Erluson
Haaland: Ofurkrafturinn minn er að skora mörk
Erling Braut Haaland
Erling Braut Haaland
Mynd: EPA
Erling Braut Haaland, framherji Manchester City, var eðlilega ánægður eftir gott dagsverk í gær en hann skoraði fimm mörk í 7-0 sigri á RB Leipzig í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar.

Haaland er markahæsti leikmaður Meistaradeildarinnar á þessu tímabili og hann hefur skorað mark með 40 mínútna millibili.

Hann er með tíu mörk í deildina á tímabilinu í keppninni og nú hjálpað Man City að komast í 8-liða úrslit.

„Þetta var stórt kvöld. Ég vil byrja á því að segja hvað ég er stoltur af því að spila í þessari keppni. Ég elska þetta og svo fimm mörk og að vinna 7-0 er frábært,“ sagði Haaland.

Hann gat ekki valið uppáhaldsmark af þessum fimm þar sem hann man ekkert eftir þeim.

„Hausinn á mér er svolítið óskýr. Ég man eftir að hafa skotið en ekki hugsað. Ég var svo þreyttur eftir að hafa fagnað öllum þessum mörkum.“

„Ofurkrafturinn minn er að skora mörk. Á ég að vera hreinskilinn? Við skoruðum mörg mörk og ég hugsaði ekkert. Ég var bara að reyna að koma boltanum í markið. Það snýst mikið um að hugsa fljótt og reyna að setja hann þar sem markvörðurinn er ekki staðsettur.“


Pep Guardiola skipti Haaland af velli í síðari hálfleiknum en Haaland hefði viljað ná tvöfaldri þrennu.

„Ég sagði við Pep að ég væri rosalega til í að skora tvöfalda þrennu en ég meina hvað get ég gert?“ sagði Haaland og spurði.
Athugasemdir
banner
banner
banner