Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 15. mars 2023 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Kroos verður áfram hjá Real Madrid
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þýski miðjumaðurinn Toni Kroos verður áfram hjá Real Madrid á næsta tímabili en hann hefur náð samkomulagi við félagið um að skrifa undir eins árs framlengingu á samningi sínum. Þetta segir Mundo Deportivo.

Kroos hefur verið lykill í mögnuðum árangri Real Madrid síðasta áratuginn en á tíma hans þar hefur hann unnið Meistaradeildina fjórum sinnum.

Samningur hans við Madrídinga rennur út í sumar og hefur legið undir feld síðustu mánuði.

Hann hefur ekki viljað skuldbinda sig hingað til en Mundo Deportivo segir að nú sé samkomulag í höfn.

Kroos, sem er 33 ára, mun framlengja samning sinn um eitt ár til viðbótar og hefur hann því frestað því að leggja skóna á hilluna.
Athugasemdir
banner
banner