mán 15. apríl 2019 18:51
Brynjar Ingi Erluson
Svíþjóð: Viðar Örn skoraði er Hammarby tapaði fyrir Helsingborg
Viðar Örn Kjartansson er búinn að opna markareikninginn fyrir Hammarby
Viðar Örn Kjartansson er búinn að opna markareikninginn fyrir Hammarby
Mynd: Hammarby
Landsliðsframherjinn Viðar Örn Kjartansson skoraði fyrsta mark sitt fyrir Hammarby er liðið tapaði fyrir Helsingborg, 2-1, í sænsku úrvalsdeildinni í kvöld.

Viðar gekk til liðs við Hammarby frá Rostov á dögunum og var að spila þriðja leikinn í sænsku úrvalsdeildinni.

Mohammed Abubakari kom Helsingborg yfir á 15. mínútu áður en Viðar jafnaði metin fjórum mínútum síðar.

Adam Eriksson reyndist hetja Helsingborg þegar tæplega tíu mínútur voru eftir og 2-1 sigur Helsinborg staðreynd.

Lykilmaður Helsingborg, Andri Rúnar Bjarnason, var ekki með liðinu í dag vegna meiðsla. Helsingborg er í 2. sæti deildarinnar með 6 stig en Hammarby í 13. sæti með 2 stig eftir þrjár umferðir.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner