Janúartilboð frá Liverpool í Kerkez og Zubimendi - Forest vill Ferguson - Man Utd hefur áhuga á Raum og Yildiz
   mán 15. apríl 2024 18:37
Ívan Guðjón Baldursson
Sara Björk kom við sögu í toppslagnum
Mynd: Getty Images
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Roma 2 - 1 Juventus
1-0 Alayah Pilgrim ('5)
1-1 Cristiana Girelli ('47)
2-1 Evelyne Viens ('85)
Rautt spjald: Barbara Bonansea, Juventus ('80)

Sara Björk Gunnarsdóttir kom inn af bekknum á 58. mínútu í stöðunni 1-1 er AS Roma og Juventus tókust á í toppslag efstu deildar ítalska boltans.

Roma tók forystuna snemma leiks en Cristiana Girelli jafnaði í upphafi síðari hálfleiks og var staðan jöfn í jafnri viðureign, allt þar til á lokakaflanum.

Barbara Bonansea fékk þá sitt seinna gula spjald og var rekin af velli á 80. mínútu, aðeins fimm mínútum áður en Evelyne Viens skoraði sigurmarkið eftir að hafa komið inn af bekknum.

Þetta er sárt tap fyrir Juve sem á enga raunhæfa möguleika á því að ná Rómverjum, enda eru 13 stig sem skilja liðin að í titilbaráttunni og ekki nema fimm umferðir eftir af tímabilinu.

Þetta er fjórði leikurinn í röð sem Sara kemur inn af bekknum eftir að hafa náð sér af meiðslum sem hún varð fyrir í vetur.
Athugasemdir
banner