Amorim langt frá því að hætta - Wirtz fundaði með City - Ensk stórlið vilja Rodrygo
   fim 15. maí 2025 05:55
Brynjar Ingi Erluson
Ísland í dag - Tveir Bestu deildar slagir í bikarnum
Vestri heimsækir Breiðablik í bikarnum
Vestri heimsækir Breiðablik í bikarnum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sextán liða úrslit Mjólkurbikarsins klárast í kvöld með tveimur Bestu deildar slögum og þá eru fjórir leikir spilaðir í 4. deild karla.

KA tekur á móti Fram á Greifavellinum í Mjólkurbikarnum klukkan 18:00 áður en Breiðablik mætir Vestra í toppslag klukkan 19:30. Breiðablik og Vestri eru bæði með þrettán stig í Bestu deildinni eftir sex umferðir.

Önnur umferð 4. deildar karla hefst þá en alla leiki má sjá hér fyrir neðan.

Leikir dagsins:

Mjólkurbikar karla
18:00 KA-Fram (Greifavöllurinn)
19:30 Breiðablik-Vestri (Kópavogsvöllur)

4. deild karla
19:15 Vængir Júpiters-Kría (Fjölnisvöllur - Gervigras)
19:15 Álftanes-Árborg (OnePlus völlurinn)
19:15 Elliði-Hafnir (Fylkisvöllur)
19:15 Hamar-KÁ (Grýluvöllur)

Athugasemdir
banner
banner