Watkins orðaður við United - Bayern sýnir Díaz áhuga - Arsenal hefur rætt við Eze
   fim 15. maí 2025 09:00
Elvar Geir Magnússon
„Misheppnað tímabil, getum ekki neitað því“
Rafael Leao labbar framhjá bikarnum eftir að AC Milan tapaði gegn Bologna.
Rafael Leao labbar framhjá bikarnum eftir að AC Milan tapaði gegn Bologna.
Mynd: EPA
AC Milan tapaði 1-0 gegn Bologna í úrslitaleik ítalska bikarsins, Coppa Italia, í gær. Giorgio Furlani, stjórnarmaður hjá AC Milan, viðurkennir að þetta tímabil hjá félaginu sé misheppnað.

„Það voru ýmis mistök gerð. Við þurfum að horfa fram veginn og leiðrétta þau og sjá til þess að þau endurtaki sig ekki," segir Furlani.

Talað var um að AC Milan gæti bjargað tímabilinu ef liðið myndi vinna bikarinn en mark Dan Ndoye reyndist sigurmark Bologna í leiknum.

„Ég vil óska Bologna til hamingju með þennan sögulega sigur fyrir félagið og borgina. Ég get ekki neitað því að þetta tímabil hjá okkur er misheppnað. Við unnum Ofurbikarinn en þrátt fyrir það erum við langt frá þeim stað þar sem við viljum vera," segir Furlani en AC Milan situr í áttunda sæti ítölsku A-deildarinnar.

„Við eigum tvo leiki eftir á tímabilinu og munum reyna að klára tímabilið á eins jákvæðan hátt og hægt er. Tímabilið er vonbrigði fyrir okkur eins og stuðningsmennina. Ég er líka stuðningsmaður."
Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Atalanta 0 0 0 0 0 0 0 0
2 Bologna 0 0 0 0 0 0 0 0
3 Cagliari 0 0 0 0 0 0 0 0
4 Como 0 0 0 0 0 0 0 0
5 Cremonese 0 0 0 0 0 0 0 0
6 Fiorentina 0 0 0 0 0 0 0 0
7 Genoa 0 0 0 0 0 0 0 0
8 Inter 0 0 0 0 0 0 0 0
9 Juventus 0 0 0 0 0 0 0 0
10 Lazio 0 0 0 0 0 0 0 0
11 Lecce 0 0 0 0 0 0 0 0
12 Milan 0 0 0 0 0 0 0 0
13 Napoli 0 0 0 0 0 0 0 0
14 Parma 0 0 0 0 0 0 0 0
15 Pisa 0 0 0 0 0 0 0 0
16 Roma 0 0 0 0 0 0 0 0
17 Sassuolo 0 0 0 0 0 0 0 0
18 Torino 0 0 0 0 0 0 0 0
18 Empoli 38 6 13 19 33 59 -26 31
19 Venezia 38 5 14 19 32 56 -24 29
19 Udinese 0 0 0 0 0 0 0 0
20 Verona 0 0 0 0 0 0 0 0
20 Monza 38 3 9 26 28 69 -41 18
Athugasemdir
banner
banner