Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 15. júlí 2020 21:04
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Pepsi Max-kvenna: Stigin skiptust jafnt á Origo - Rautt og varið víti á 2. mínútu
Sandra varði vítaspyrnu á 2. mínútu.
Sandra varði vítaspyrnu á 2. mínútu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Valur 1 - 1 Fylkir
0-0 Bryndís Arna Níelsdóttir ('2 , misnotað víti)
0-1 Sólveig Jóhannesdóttir Larsen ('18 )
1-1 Elín Metta Jensen ('24 )
Rautt spjald: Elísa Viðarsdóttir , Valur ('2)
Lestu nánar um leikinn.

Valur tók á móti Fylki í lokaleik 6. umferðar í Pepsi Max-deild kvenna. Leikurinn fór ansi fjörlega ag stað því á 2. mínúta gerðist eftirfarandi:

„Rautt spjald og Víti hér á fyrstu mínútum! Smá bras á varnarmönnum Vals sem virkuðu sofandi á verðinum. Boltinn berst svo á Sólveigu sem er í góðu færi en Elísa togar hana niður í teingum. Réttilega rautt spjald og víti held ég," skrifaði Brynja Dögg Sigurpálsdóttir í beinni textalýsingu og í kjölfarið: „Sandra ver! - Nokkuð fast nálægt hægri stönginni en Sandra í engum vandræðum með þetta!"

Rautt spjald á Elísu Viðarsdóttur og varið vítið hjá Söndru Sigurðardóttur. Það var Bryndís Arna Níelsdóttir sem tók vítaspyrnuna. Fylkir var því manni fleiri nánast allan leikinn og komst yfir með marki Sóleigar Jóhannesdóttur á 18. mínútu.

Elín Metta Jensen jafnaði leikinn sex mínútum síðar eftir undirbúning frá Malfríði Önnu Eiríksdótttur. Mörkin urðu ekki fleiri í kvöld og því fá liðin sitt stigið hvort.
Athugasemdir
banner