Chelsea og Man Utd berjast um miðjumann - Palace vill leikmann Bayern og Brennan Johnson
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
banner
   mán 15. júlí 2024 22:15
Stefán Marteinn Ólafsson
Ómar: Óhað frammistöðu þá þurfum við að vinna næsta leik
Ómar Ingi Guðmundsson þjálfari HK
Ómar Ingi Guðmundsson þjálfari HK
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

HK heimsóttu FH í lokaleik 14.umferðar Bestu deildar karla í kvöld á Kaplakrikavelli. 

HK vonaðist til að komast aftur á sigurbraut eftir erfið úrslit í síðustu umferðum en sigurmörk FH komu á lokamínútum leiksins í kvöld.


Lestu um leikinn: FH 3 -  1 HK

„Svekkjandi. Vonbrigði að fá á okkur mark eitt og tvö þegar við erum búnir að komast upp með það þarna í byrjun leiks að vera ekki alveg mættir. Að fá á sig tvö mörk eftir föst leikariði er þreytandi." Sagði Ómar Ingi Guðmundsson þjálfari HK eftir leikinn í kvöld.

„Mér fannst fyrsta hálftímann þeir bara miklu betri og ekki okkur að þakka að staðan var bara 1-0. Björn Daníel setur hann þarna framhjá úr færi sem ég held að hann skori úr í 9 af hverjum 10." 

„Við komum tilbaka og jöfnum. Í seinni hálfleik finnst mér ekki vera neitt fyrr en að þeir komast í 2-1 og við ekkert ólíklegri en þeir. Við erum að komast þarna nokkur áhlaup upp kanntana bæði hjá Kalla og Birni og skapa okkur ágætis stöður þar en svo koma bara tvö horn í röð þarna og við náum ekki að hreinsa boltann nógu vel þarna og Bjarni tekur þarna frábært skot. Svekkjandi en svona er þetta bara. Ef við ætlum að fá eitthvað út úr leikjunum þá geta föstu leikatriðin ekki sært okkur jafn mikið og þau gerðu í dag."

HK fékk slæma útreið í síðustu umferð og voru margir sem biðu eftir að sjá hvernig HK kæmi tilbaka frá þeim leik. 

„Við vorum alltaf að fara vera betri en á laugardaginn síðasta. Það var aldrei neinn vafi um það. Alltaf betra, klárlega en dugði ekki og það er eitthvað sem að gerist í íþróttum. Þú getur verið þokkalegur í fullt af hlutum en ekki unnuð leikinn. Viðbrögð og svör margra í lagi en dugði ekki en vonandi samt eitthvað til þess að byggja á því við þurfum heldur betur að sækja úrslit í næsta leik óháð frammistöðu þá þurfum við að vinna næsta leik og nú þurfum við bara að safna liði og safna orku til að fara á eftir þremur stigum þar." 

Nánar er rætt við Ómar Inga Guðmundsson þjálfara HK í spilaranum hér fyrir ofan.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner