Chelsea opnar viðræður við Milan - Saliba í samningaviðræðum - Bellingham til Dortmund?
Davíð Smári hrósaði Fatai í hástert - „Gjörsamlega stórkostlegur"
Kallar eftir virðingu frá dómurum - „Vonandi kemur VAR í íslenska boltann sem fyrst"
Bjarni Jó: Blessaður vertu ég er búinn að vera í þessu í tæp 40 ár
Pablo Aguilera: Vissulega kalt fyrir mig komandi frá Spáni
Jóhann Birnir: Mér fannst það vera rautt spjald
Liam Daði: Höfum alla burði og getu til þess að vinna þessi stærri lið
Haraldur Freyr: Eðlilega pirraður en hvað hann sagði veit ég ekki
Venni: Miðað við aðstæður var þetta ótrúlega fallegt mark
Hemmi Hreiðars: Við þurfum að ná 90 mínútum eins og við tókum seinni hálfleik
John Andrews: Þrjú skot á markið og skoruðu tvö crazy mörk
Óli Hrannar: Brugðumst ekki vel við aðstæðum
Óskar Smári: Eins mikið haglél og ég hef séð frá því í nóvember
Úlfa Dís: Ég var mjög hissa
Siggi Höskulds: Litast af glötuðu veðri
Aldís: Við erum bara með bestu vörnina, það er bara þannig.
Katie Cousins: Höfum það sem til þarf
Anna Rakel: United bara, tek því
„Hefði getað sent en mig langaði svo rosalega mikið að skora"
Berglindi skemmt þegar henni var bent á áhugaverða staðreynd
Jón Óli: Stórkostlegar aðstæður
   mán 15. júlí 2024 22:31
Sölvi Haraldsson
Rúnar Páll: Sól í stúkunni og smá brúnka
Rúnar Páll og Brynjar Björn fara yfir málin fyrir leik
Rúnar Páll og Brynjar Björn fara yfir málin fyrir leik
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Sigurinn var kærkominn. Frábær frammistaða og við áttum þetta bara skilið. Við skoruðum þrjú frábær mörk og héldum markinu hreinu sem er ótrúlega jákvætt fyrir sjálfstraustið.“ sagði Rúnar Páll, þjálfari Fylkis, eftir 3-0 sigur hans manna á ÍA í Árbænum í kvöld.


Lestu um leikinn: Fylkir 3 -  0 ÍA

Rúnar var gífurlega ánægður með mörkin sem hans menn skoruðu í dag og vill sjá svona mörk og einstaklingsframtök sem oftast.

Það var geggjað. Frábær sókn, sundurspiluðum þá og Nikulás leggur hann fyrir á Aron sem klárar vel. Fyrsta markið var geggjað líka hjá Ómari. Svona þarf þetta að vera, einstaklingsframtök í svona atvikum. Við fáum bara byr undir báða vængi með svona frammistöðum.

Aðstæðurnar í dag voru geggjaðar fyrir knattspyrnuiðkun og Rúnar var mjög sáttur með stemninguna í stúkunni í kvöld.

Þetta var geggjað. Sól í stúkunni og smá brúnka. Fín fótbolti, þrjú mörk og héldum hreinu, það gerist ekki betra. Vonandi náum við að fylla völlinn okkar fyrir næsta heimaleik, við þurfum þann stuðning.“

Brynjar Björn var á dögunum ráðinn aðstoðarþjálfari Fylkis en þetta var hans fyrsti leikur í sumar með Fylki.

Það er bara frábært að vinna með honum. Við Brynjar erum bestu félagar og er frábær þjálfari. Það er dýrmætt fyrir mig og Fylki að fá hann hérna inn til starfa fyrir þessa fjóra mánuði sem eru eftir af þessu móti.“ sagði Rúnar Páll.

Viðtalið við Rúnar má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner