Barcelona vill fá Kane - Wharton efstur á lista Chelsea - Endrick lánaður til Lyon
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
Karólína kenndi stuðningsmönnum Inter íslenskan frasa
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verði auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
Sverrir Ingi lærir af Rafa Benítez: Maður spilar ekki endalaust
Andri Lucas: Við erum að verða mjög gott lið
   mán 15. júlí 2024 22:31
Sölvi Haraldsson
Rúnar Páll: Sól í stúkunni og smá brúnka
Rúnar Páll og Brynjar Björn fara yfir málin fyrir leik
Rúnar Páll og Brynjar Björn fara yfir málin fyrir leik
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Sigurinn var kærkominn. Frábær frammistaða og við áttum þetta bara skilið. Við skoruðum þrjú frábær mörk og héldum markinu hreinu sem er ótrúlega jákvætt fyrir sjálfstraustið.“ sagði Rúnar Páll, þjálfari Fylkis, eftir 3-0 sigur hans manna á ÍA í Árbænum í kvöld.


Lestu um leikinn: Fylkir 3 -  0 ÍA

Rúnar var gífurlega ánægður með mörkin sem hans menn skoruðu í dag og vill sjá svona mörk og einstaklingsframtök sem oftast.

Það var geggjað. Frábær sókn, sundurspiluðum þá og Nikulás leggur hann fyrir á Aron sem klárar vel. Fyrsta markið var geggjað líka hjá Ómari. Svona þarf þetta að vera, einstaklingsframtök í svona atvikum. Við fáum bara byr undir báða vængi með svona frammistöðum.

Aðstæðurnar í dag voru geggjaðar fyrir knattspyrnuiðkun og Rúnar var mjög sáttur með stemninguna í stúkunni í kvöld.

Þetta var geggjað. Sól í stúkunni og smá brúnka. Fín fótbolti, þrjú mörk og héldum hreinu, það gerist ekki betra. Vonandi náum við að fylla völlinn okkar fyrir næsta heimaleik, við þurfum þann stuðning.“

Brynjar Björn var á dögunum ráðinn aðstoðarþjálfari Fylkis en þetta var hans fyrsti leikur í sumar með Fylki.

Það er bara frábært að vinna með honum. Við Brynjar erum bestu félagar og er frábær þjálfari. Það er dýrmætt fyrir mig og Fylki að fá hann hérna inn til starfa fyrir þessa fjóra mánuði sem eru eftir af þessu móti.“ sagði Rúnar Páll.

Viðtalið við Rúnar má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner