Arsenal líklegt til að fá Eze - Arsenal hefur enn ekki náð samkomulagi um Gyökeres - Napoli vill Nunez
Einar Guðna þurfti ekki að hugsa málið - „Algjört draumastarf"
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
Heimir Guðjóns: Vítið sem Stjarnan fékk var rangur dómur
„Ekki búin að því og ég veit ekki hvort maður muni gera það"
Svaf ekki mikið - „Þurfum að nota þetta sem spark í rassinn"
Sár, svekkt og leið - „Ég er ekki sú ferskasta núna"
„Þetta er ekki upplifun sem ég hef fengið áður"
Steini: Ég er með samning áfram
Guðrún: Mikið af knúsum og ekki mikið af orðum
Cecilía: Leiðinlegt að hafa ekki gert meira fyrir þau
Karólína Lea: Það er langt síðan ég hef grenjað svona
Magnað viðtal við Glódísi - „Mun aldrei fyrirgefa mér það"
Ingibjörg meyr: Við ætlum að fokking vinna Noreg
Dagný: Ég hefði viljað ná að brjóta
Haddi: Ég skil ekki af hverju allir efast um Viðar
Ívar Örn: Það fer okkur mjög vel að spila hér í Laugardalnum
Grímsi: Vonandi er stíflan brostin sem ég er búinn að vera að glíma við
   mán 15. júlí 2024 22:31
Sölvi Haraldsson
Rúnar Páll: Sól í stúkunni og smá brúnka
Rúnar Páll og Brynjar Björn fara yfir málin fyrir leik
Rúnar Páll og Brynjar Björn fara yfir málin fyrir leik
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Sigurinn var kærkominn. Frábær frammistaða og við áttum þetta bara skilið. Við skoruðum þrjú frábær mörk og héldum markinu hreinu sem er ótrúlega jákvætt fyrir sjálfstraustið.“ sagði Rúnar Páll, þjálfari Fylkis, eftir 3-0 sigur hans manna á ÍA í Árbænum í kvöld.


Lestu um leikinn: Fylkir 3 -  0 ÍA

Rúnar var gífurlega ánægður með mörkin sem hans menn skoruðu í dag og vill sjá svona mörk og einstaklingsframtök sem oftast.

Það var geggjað. Frábær sókn, sundurspiluðum þá og Nikulás leggur hann fyrir á Aron sem klárar vel. Fyrsta markið var geggjað líka hjá Ómari. Svona þarf þetta að vera, einstaklingsframtök í svona atvikum. Við fáum bara byr undir báða vængi með svona frammistöðum.

Aðstæðurnar í dag voru geggjaðar fyrir knattspyrnuiðkun og Rúnar var mjög sáttur með stemninguna í stúkunni í kvöld.

Þetta var geggjað. Sól í stúkunni og smá brúnka. Fín fótbolti, þrjú mörk og héldum hreinu, það gerist ekki betra. Vonandi náum við að fylla völlinn okkar fyrir næsta heimaleik, við þurfum þann stuðning.“

Brynjar Björn var á dögunum ráðinn aðstoðarþjálfari Fylkis en þetta var hans fyrsti leikur í sumar með Fylki.

Það er bara frábært að vinna með honum. Við Brynjar erum bestu félagar og er frábær þjálfari. Það er dýrmætt fyrir mig og Fylki að fá hann hérna inn til starfa fyrir þessa fjóra mánuði sem eru eftir af þessu móti.“ sagði Rúnar Páll.

Viðtalið við Rúnar má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner