Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   lau 15. ágúst 2020 16:07
Ívan Guðjón Baldursson
2. deild: Kórdrengir endurheimtu toppsætið
Mynd: Hulda Margrét
Kórdrengir 3 - 1 ÍR
1-0 Albert Brynjar Ingason ('18)
2-0 Loic Cedric Mbang Ondo ('49)
2-1 Axel Kári Vignisson ('52, víti)
3-1 Davíð Þór Ásbjörnsson ('65)

Kórdrengir eru búnir að endurheimta toppsæti 2. deildar eftir góðan sigur gegn ÍR á heimavelli.

Samkvæmt úrslitaþjónustu úrslit.net gerði Albert Brynjar Ingason fyrsta mark leiksins á átjándu mínútu og tvöfaldaði Loic Ondo forystuna í upphafi síðari hálfleiks.

Axel Kári Vignisson var ekki lengi að minnka muninn með marki úr vítaspyrnu en Davíð Þór Ásbjörnsson jók forystu heimamanna á nýjan leik með marki á 65. mínútu.

Meira var ekki skorað og eru Kórdrengir með tveggja stiga forystu á toppi deildarinnar, með 20 stig eftir 9 umferðir. Haukar eru í öðru sæti.

ÍR situr eftir í neðri hlutanum með tíu stig.

Markaskorarar af urslit.net
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner