Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   lau 15. ágúst 2020 14:06
Ívan Guðjón Baldursson
Danmörk: Amanda kom við sögu í góðum sigri
Mynd: Getty Images
Álaborg 0 - 2 Nordsjælland
0-1 Camilla Larsen ('45)
0-2 Laura Petersen ('81)

Hin bráðefnilega Amanda Andradóttir spilaði síðasta hálftímann er Nordsjælland lagði Álaborg að velli í efstu deild danska boltans.

Nordsjælland er því með sex stig eftir tvær fyrstu umferðir tímabilsins og markatöluna 6:0. Liðið endaði í þriðja sæti í fyrra, fjórum stigum eftir toppliði Fortuna Hjörring.

Amanda er aðeins 16 ára gömul og er uppalin hjá Val en skipti yfir til Nordsjælland í byrjun mánaðar.

Hún á leiki að baki fyrir U16 og U17 landslið Íslands og verður afar áhugavert að fylgjast með henni í toppbaráttu dönsku deildarinnar.


Athugasemdir
banner
banner
banner