banner
   lau 15. ágúst 2020 19:51
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Lengjudeildin: Fyrsti sigur Þróttar í sumar
Lengjudeildin
Þróttur náði í sín fyrstu þrjú stig í sumar á Ólafsvík.
Þróttur náði í sín fyrstu þrjú stig í sumar á Ólafsvík.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Víkingur Ó. 1 - 2 Þróttur R.
0-1 Esau Rojo Martinez ('33 )
1-1 Harley Bryn Willard ('45 )
1-2 Oliver Heiðarsson ('51 )
Lestu nánar um leikinn

Þróttur náði í sinn fyrsta sigur í Lengjudeildinni í sumar er liðið heimsótti Ólafsvík í dag.

Svo virðist sem rúmlega tveggja vikna pásan vegna kórónuveirufaraldursins hafi gert Þrótturum gott, en þeir höfðu ekki unnið leik í fyrstu átta leikjum sínum og aðeins gert eitt jafntefli; tapað hinum sjö leikjunum.

Spænski sóknarmaðurinn Esau Rojo Martinez skoraði þriðja mark sitt í Lengjudeildinni þegar hann kom Þrótti yfir á 33. mínútu en lærisveinar Guðjóns Þórðarsonar jöfnuðu metin á 45. mínútu þegar Harley Willard skoraði.

Liðin gengu jöfn til búningsklefa en snemma í seinni hálfleiknum komust Þróttarar aftur yfir þegar Oliver Heiðarsson skoraði. Oliver er sonur Heiðars Helgusonar, fyrrum landsliðsmanns.

Ólsarar náðu ekki að svara og lokatölur 2-1 fyrir Þrótti og langþráður sigur þeirra staðreynd. Þeir eru í næst neðsta sæti með fjögur stig, fimm stigum frá öruggu sæti. Víkingur Ó. er í tíunda sæti, síðasta örugga sætinu, með níu stig.

Önnur úrslit í dag:
Markalaust í Mosfellsbæ
Fimm mörk á tíu mínútum í ótrúlegum sigri Leiknis
Mögnuð endurkoma Þórsara
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner