Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   lau 15. ágúst 2020 15:39
Ívan Guðjón Baldursson
Lengjudeildin: Markalaust í Mosfellsbæ
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Afturelding 0 - 0 Vestri

Hvorki Aftureldingu né Vestra tókst að skora er liðin mættust í Lengjudeild karla í dag.

Leikið var í Mosfellsbæ og var leikurinn sýndur beint á Stöð 2 Sport 3. Heimamenn voru betri í bragðdaufum fyrri hálfleik en tókst ekki að nýta hálffærin sín. Eyþór Aron Wöhler kom knettinum í netið en markið dæmt af vegna rangstöðu.

Í síðari hálfleik vildu gestirnir fá dæmt mark þegar Daníel Agnar Ásgeirsson skallaði í átt að marki eftir hornspyrnu. Jon Tena varði boltann en Vestramenn vildu meina að knötturinn hafði farið yfir marklínuna. Markið var þó ekki dæmt og hélt leikurinn áfram.

Kristján Atli Marteinsson komst nálægt því að skora fyrir Aftureldingu á 76. mínútu en hitti ekki á rammann og tæpum tíu mínútum síðar átti Robert Blakala frábæra markvörslu eftir fast skot Arons Elís Sævarssonar.

Ekki tókst heimamönnum að skora þrátt fyrir þunga pressu en gestirnir komust nálægt því að stela sigrinum undir lokin en inn vildi boltinn ekki. Lokatölur 0-0 og er Afturelding því með ellefu stig eftir níu umferðir. Vestri er með tólf stig.

Það getur tekið tíma fyrir stöðutöfluna að uppfærast.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner