Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 15. ágúst 2020 11:30
Ívan Guðjón Baldursson
Saul og Dybala ofarlega á blaði hjá Man Utd
Powerade
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Slúðurpakkinn hefur sjaldan verið þykkari heldur en þessa dagana þrátt fyrir Covid-19 faraldurinn sem hefur heldur betur sett svip sinn á fótboltaheiminn á árinu. Hér fyrir neðan má sjá slúður dagsins. Tekið saman af BBC, í boði Powerade.


Man Utd hefur áhuga á Saul Niguez, 25 ára miðjumanni Atletico Madrid sem er falur fyrir 70 milljónir punda. Saul myndi fá 150 þúsund pund í vikulaun hjá Rauðu djöflunum. (Star)

Man Utd er að íhuga skiptidíl við Juventus þar sem Paul Pogba, 27, færi aftur til Ítalíu og Paulo Dybala, 26, kæmi til Englands. (Tuttosport)

Quique Setien verður rekinn eftir vandræðalegt 8-2 tap gegn FC Bayern í Meistaradeildinni í gærkvöldi. Mauricio Pochettino, Xavi og Ronald Koeman eru líklegir arftakar á Nývangi. (Mundo Deportivo)

Fregnir frá Spáni herma að Pochettino hafi verið í viðræðum við stjórnendur Barca í síðustu viku, áður en Barca steinlá gegn Bayern. (Express)

Chelsea hefur enn áhuga á að krækja í Jan Oblak, 27 ára markvörð Atletico Madrid. Oblak er meðal bestu markvarða heims en Frank Lampard er ekki sáttur með núverandi markvörð Chelsea, Kepa Arrizabalaga. (Football London)

Chelsea gæti boðið Kepa til Atletico og lækkað þannig kaupverðið á Oblak, sem er metinn á 110 milljónir af spænska félaginu. (Star)

Man City er að undirbúa 40 milljón punda tilboð í Harry Winks, 24 ára miðjumann Tottenham og enska landsliðsins. (Sun)

Arsenal ætlar að skipta um gír og ganga frá kaupum á Thomas Partey, 27 ára miðjumanni Atletico. Juventus hefur einnig áhuga á þessum öfluga landsliðsmanni Ganverja. (Star)

Odion Ighalo, 31, hefur engan áhuga á að ganga í raðir Frakklandsmeistara PSG þrátt fyrir áhuga frá þeim. (Manchester Evening News)

Cristiano Ronaldo vill að Juventus kaupi Raul Jimenez, 29, frá Wolves. Hann telur þá geta myndað öflugt sóknarpar á næstu leiktíð. (Gazzetta dello Sport)

Lille hafnaði 18 milljónum frá Everton í varnarmanninn eftirsótta Gabriel Magalhaes. Arsenal og Man Utd hafa einnig áhuga en líklegasti áfangastaður er Napoli. (Gianluca di Marzio)

Newcastle og Fulham vilja krækja í Chris Smalling, 30, sem gerði frábæra hluti að láni hjá Roma í ítölsku deildinni á síðustu leiktíð. (Newcastle Chronicle)

Tíu félög í Evrópu hafa áhuga á Emiliano Martinez, 27 ára varamarkverði Arsenal sem stóð sig gífurlega vel í fjarveru Bernd Leno á lokahnykk tímabilsins. (Marca)

West Brom og West Ham hafa áhuga á brasilíska bakverðinum Junior Caicara. Junior er 31 árs, hann spilar fyrir Basaksehir í Tyrklandi og kostar 3 milljónir punda. (Sun)

West Ham er einnig á höttunum eftir Vitaliy Mykolenko, 21 árs varnarmanni Dynamo Kiev. Napoli og Inter eru einnig áhugasöm. (Sky Sport Italia)

Massimo Moratti, fyrrum forseti Inter, segir að félagið gæti krækt í Lionel Messi, 33, frá Barcelona. (Quotidiano)

Inter hefur áhuga á N'Golo Kante, 29 ára miðjumanni Chelsea og franska landsliðsins. (Gazzetta dello Sport)

Covid-19 gæti komið í veg fyrir félagaskipti Donny van de Beek, 23 ára miðjumanni Ajax sem er eftirsóttur af Man Utd og Real Madrid. (Fox Sports)

Hertha Berlin tókst ekki að krækja í Weston McKennie, 21, frá Schalke. Wolves, Southampton og Leicester hafa áhuga á þessum efnilega miðjumanni frá Bandaríkjunum. (Bild)

Preston North End vonast til að krækja í Macauley Bonne, 24 ára sóknarmann Charlton, fyrir hálfa milljón punda. (Sun)

Everton er nálægt því að lána Beni Baningime, 21, til Blackpool út næstu leiktíð. (Liverpool Echo)
Athugasemdir
banner
banner