Mainoo fær nýjan samning - Goretzka og Gomes orðaðir við Man Utd - Bremer og Kerkez við Liverpool
banner
   fim 15. ágúst 2024 09:00
Elvar Geir Magnússon
Napoli vill McTominay - Áhugi PSG á Sancho minnkar
Powerade
Scott McTominay til Ítalíu?
Scott McTominay til Ítalíu?
Mynd: Getty Images
Osimhen er fastagestur í slúðurpakkanum.
Osimhen er fastagestur í slúðurpakkanum.
Mynd: Getty Images
Merino til Arsenal?
Merino til Arsenal?
Mynd: EPA
Enska úrvalsdeildin fer í gang á morgun. Eruð þið klár í slaginn? Mörg félög í deildinni eru enn að reyna að styrkja sig fyrir átökin framundan. Powerade færir þér slúðurpakkann.

Napoli hefur hafið viðræður við Manchester United um að fá skoska miðjumanninn Scott McTominay (27) og vill helst semja um lán. (Times)

Manchester United á von á formlegum tilboðum í danska miðjumanninn Christian Eriksen (32) sem á eitt ár eftir af samningi sínum. (Sky Sports)

Napoli er nálægt því að fá Billy Gilmour (23), skoska miðjumanninn frá Brighton. (Corriere dello Sport)

Chelsea er á ný komið í viðræður við Napoli um kaup á nígeríska framherjanum Victor Osimhen (25). (Talksport)

Antonio Conte, stjóri Napoli vill fá belgíska framherjann Romelu Lukaku (31) og ítalska miðjumanninn Cesare Casadei (21) sem hluta af sölu Osimhen. (Sun)

Áhugi Paris St-Germain á Jadon Sancho (24) kantmanni Manchester United hefur minnkað og félagið er einnig að íhuga að draga sig út úr samkeppninni um Osimhen. (i)

West Ham vill ná samkomulagi við Roma um enska framherjann Tammy Abraham (25). Ítalska félagið er tilbúið að selja hann á 25 milljónir punda. (Gazzetta dello Sport)

Arsenal er tilbúið að sýna þolinmæði í vinnu sinni við að fá Mikel Merino (28) eftir að Real Sociedad hafnaði fyrsta tilboði í spænska miðjumanninn. (Guardian)

Ipswich er að fá sænska miðjumanninn Jens Cajuste (25) á láni frá Napoli út tímabilið eftir að Brentford hætti við að fá hann. (Gianluca Di Marzio)

Tottenham er tilbúið til að selja fleiri leikmenn áður en félagaskiptaglugganum verður lokað. Stjórinn Ange Postecoglou vill skera niður hóp sinn og losa þá sem falla ekki undir fótboltastíl hans. (Telegraph)

Sádi-arabíska úrvalsdeildarliðið Al-Qadsiah hefur boðið enska framherjanum Ivan Toney (28) þriggja ára samning og 15,4 milljónir punda í árslaun til að reyna að tæla hann frá Brentford. (Footmercato)

Úlfarnir eru að skoða Yoanne Wissa (27) sóknarmann Brentford og Kongó sem hugsanlega sóknarstyrkingu. (Telegraph)

Aston Villa er að vinna að samningi um kaup á kólumbíska varnarmanninum Yeimar Mosquera (19) frá Orsomarso SC í efstu deild landsins. (Athletic)

Ítalska A-deildarliðið Bologna hefur áhuga á að fá enska varnarmanninn Trevoh Chalobah (25) á láni frá Chelsea. (La Gazzetta dello Sport)

Fyrrum stjóri Chelsea og Tottenham, Mauricio Pochettino (52), færist nær því að verða næsti landsliðsþjálfari Bandaríkjanna. (Mirror)
Athugasemdir
banner
banner