Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   sun 15. september 2019 11:01
Brynjar Ingi Erluson
Kroos til Man Utd - Miami kallar á Bale og Messi
Powerade
Toni Kroos gæti farið til Manchester United
Toni Kroos gæti farið til Manchester United
Mynd: Getty Images
Þá er komið að brakandi fersku slúðri en leikmenn Manchester United koma mikið við sögu í dag.

David Beckham, eigandi Inter Miami í MLS-deildinni, hefur sent fulltrúa félagsins til Argentínu til þess að ræða við föður Lionel Messi en Messi hefur verið sterklega orðaður vð liðið (The Sun)

Inter Miami hefur einnig áhuga á að fá Gareth Bale frá Real Madrid. (Maxifoot)

Manchester United hefur þá áhuga á því að styrkja sig á miðjunni en Toni Kroos er þar efstur á lista og gæti farið svo að Paul Pogba fari í hina áttina. (Bild)

David De Gea, markvörður Manchester United, er þá búinn að skrifa undir fjögurra ára samning við félagið en hann mun þéna 250 þúsund pund í vikulaun en launin geta hækkað upp í 350 þúsund pund á viku ef ákveðnum skilyrðum er mætt. (Mirror)

Enski táningurinn Callum Hudson-Odoi, mun þá skrifa undir fimm ára samning við Chelsea en hann er að snúa til baka úr meiðslum. Samningur hans átti að renna út næsta sumar. (Sun)

Liverpool er þá í viðræðum við Sadio Mane um að framlengja samning hans við félagið. (Soccerlink)

Christian Eriksen er vongóður um að komast til Real Madrid í janúar en samningur hans við Tottenham rennur út næsta sumar og þarf því Tottenham að græða á meðan það getur. (Marca)

AC Milan og Inter hafa bæði áhuga á því að fá serbneska miðjumanninn Nemanja Matic frá Chelsea. (Corriere dello Sport)

Manchester United sendi njósnara til að fylgjast með Vedat Muriqi, framherja Fenerbahce er hann spilaði með Kósóvó gegn Englandi í undankeppni EM. (Express)

Mario Mandzukic, framherji Juventus, er nálægt því að ganga í raðir LAFC í MLS-deildinni en hann var orðaður við Manchester United í sumar. (Calciomercato)
Athugasemdir
banner
banner
banner