Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   sun 15. september 2019 17:40
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
U17 skoraði tíu mörk gegn Hvíta-Rússlandi
Byrjunarlið Íslands í dag.
Byrjunarlið Íslands í dag.
Mynd: KSÍ
U17 landslið kvenna mætti í dag Hvíta-Rússlandi. Þetta var fyrsti leikur liðsins í undankeppni EM 2020, en leikið er í Hvíta-Rússlandi.

Ísland byrjar þessa undankeppni heldur betur af krafti. Þær voru 5-0 yfir að loknum fyrri hálfleiknum og bættu þær við öðrum fimm mörkum í seinni hálfleiknum. Lokatölur voru 10-1 fyrir íslensku stelpurnar.

Bryndís Arna Níelsdóttir og Hildigunnur Ýr Benediktsdóttir fóru á kostum í íslenska liðinu. Bryndís skoraði fimm og gerði Hildigunnur fjögur. Þórhildur Þórhallsdóttir var einnig á skotskónum.

Flottur sigur hjá íslenska liðinu, en Frakkland og Malta eru einnig í riðlinum. Næsti leikur Íslands er gegn Möltu á miðvikudaginn.

Byrjunarlið Íslands:
1. Cecilía Rán Rúnarsdóttir (m)
2. Jakobína Hjörvarsdóttir
3. Jelena Tinna Kujundzic
5. Andrea Marý Sigurjónsdóttir (f)
6. Andrea Jacobsen Andradóttir
7. Hildur Lilja Ágústsdóttir
8. Bergþóra Sól Ásmundsdóttir
10. Andrea Rut Bjarnadóttir
14. Þórhildur Þórhallsdóttir
15. María Catharina Ólafsdóttir Gros
19. Bryndís Arna Níelsdóttir
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner