mið 15. september 2021 07:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Bamford hafnaði einum virtasta háskóla í heimi
Patrick Bamford.
Patrick Bamford.
Mynd: EPA
Patrick Bamford, sóknarmaður Leeds, segist hafa hafnað því að fara í háskólaboltann í Bandaríkjunum.

Bamford var öflugur námsmaður og fékk mjög góðar einkunnir. Honum bauðst að fara í háskólaboltann í Bandaríkjunum og ekki í hvaða skóla sem er; Harvard sem er einn virtasti háskóli í heiminum.

Barack Obama, Mark Zuckerberg, Bill Gates og fleiri hafa gengið í Harvard.

Bamford hefði getað gert það líka. Hann fékk skólastyrk þar og hefði hann einnig spilað fótbolta með skólanum. Hann ákvað hins vegar að neita því þar sem hann vildi einbeita sér að því að spila fótbolta í Englandi.

Bamford er núna hjá Leeds þar sem hann hefur verið frábær í ensku úrvalsdeildinni. Hann var í síðasta landsliðshópi Englendinga.

Þess má geta að tveir Íslendingar eru núna í Harvard að spila fótbolta; Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir og Hildur Þóra Hákonardóttir.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner