Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   mið 15. september 2021 13:30
Elvar Geir Magnússon
Maguire: Hann er mannlegur og gerir mistök sem hann lærir af
Maguire leggur handlegg á öxl Lingard.
Maguire leggur handlegg á öxl Lingard.
Mynd: EPA
Jesse Lingard átti skelfilega innkomu þegar Manchester United tapaði fyrir Young Boys í fyrstu umferð riðlakeppni Meistaradeildarinnar í gær.

Sigurmarkið kom í uppbótartímanum eftir að Lingard ætlaði að senda til baka en sendingin var vægast sagt slök; Theoson Siebatcheu komst inn í hana og skoraði.

„Við getum þakkað fyrir að þetta var fyrsti leikur riðilsins og við höfum nægan tíma til að svara þessu," sagði Harry Maguire, fyrirliði United, eftir leikinn. Hann kom Lingard til varnar.

„Enginn fótboltamaður vill gera mistök en þetta er hluti af leiknum. Við erum mannlegir, allir leikmenn gera mistök. Við lærum af þessu, hann lærir af þessu."

„Hann girðir sig í brók og verður tilbúinn á sunnudaginn, þetta er bara hluti af leiknum."

Manchester United á leik gegn West Ham á sunnudaginn.
Athugasemdir
banner
banner