Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 15. september 2021 18:42
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Meistaradeildin: Haaland heldur áfram að raða inn mörkum
Haaland elskar Meistaradeildina.
Haaland elskar Meistaradeildina.
Mynd: EPA
Borussia Dortmund fer vel af stað í Meistaradeildinni. Það er alltaf erfitt að fara til Tyrklands á útivöll, en Dortmund sótti þrjú stig á heimavöll Besiktas í kvöld.

Þeirra helstu vonarstjörnur, Jude Bellingham og Erling Braut Haaland, skoruðu mörkin í fyrri hálfleiknum. Þetta eru leikmenn sem verða örugglega seldir á mjög háar fjárhæðir á næstu árum. Besiktas minnkaði muninn undir lokin og lokatölur 1-2.

Haaland er núna búinn að skora 17 mörk í 21 leik í Meistaradeildinni; mögnuð tölfræði hjá honum.

Það voru óvænt úrslit í hinum leiknum sem var að klárast. Sheriff frá Moldavíu, sem er í fyrsta sinn í riðlakeppni Meistaradeildarinnar, tókst að leggja Shakhtar Donetsk frá Úkraínu að velli, 2-0. Frábær úrslit hjá Sheriff og verður áhugavert að fylgjast með þeim í framhaldinu.

Það eru sex leikir að hefjast klukkan 19:00 og þar á meðal er stórleikur Liverpool og AC Milan.

Besiktas 1 - 2 Borussia D.
0-1 Jude Bellingham ('20 )
0-2 Erling Haaland ('45 )
1-2 Francisco Montero ('90 )

Sheriff 2 - 0 Shakhtar D
1-0 Adama Traore ('16 )
2-0 Momo Yansane ('62 )
Athugasemdir
banner