Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   þri 15. október 2019 19:22
Brynjar Ingi Erluson
Undankeppni EM: Pukki skoraði tvö fyrir Finnland - Nálgast EM
Teemu Pukki skoraði tvö fyrir Finnland
Teemu Pukki skoraði tvö fyrir Finnland
Mynd: EPA
Finnland 3 - 0 Armenía
1-0 Fredrik Jensen ('31 )
2-0 Teemu Pukki ('61 )
3-0 Teemu Pukki ('88 )

Finnska karlalandsliðið vann frábæran 3-0 sigur á Armeníu í J-riðli í undankeppni Evrópumótsins í kvöld. Finnland er því afar nálægt því að spila á fyrsta stórmótinu.

Fredrik Jensen kom finnska liðinu yfir á 31. mínútu áður en Teemu Pukki, framherji Norwich, bætti við tveimur mörkum í þeim síðari.

Finnland er með 15 stig í 2. sæti J-riðils og er nú fimm stigum á undan Armeníu og Bosníu sem eru í 3. og 4. sæti riðilsins.

Finnska liðið getur tryggt sæti sitt á EM er liðið mætir Liechtenstein þann 15. nóvember en það yrði fyrsta sinn sem liðið leikur á stórmóti.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner