fös 15. október 2021 14:28
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Bruce stýrir sínum 1000. leik á sunnudag (Staðfest)
Mynd: Getty Images
Newcastle hefur staðfest að Steve Bruce verður við stjórnvölinn þegar Newcastle mætir Tottenham á sunnudag. Bruce þykir ekki líklegur til að vera lengi í viðbót hjá Newcastle en nýir eigendur vilja fá inn nýjan stjóra.

Leikurinn á sunnudag verður þúsundasti leikur Bruce sem stjóri.

„Það hefur verið mikið að gera í vikunni, við að kynnast fólki og það er brýnt að við höldum áfram að vera þolinmóð í okkar nálgun. Það næst ekki alltaf að gera breytingar á einni nóttu, þetta krefst tíma og við fylgjum okkar stefnu," sagði Amanda Staveley um stöðu mála hjá Newcastle.

„Ef við gerum einhverjar breytingar í framtíðinni þá verður Steve sá fyrsti til að vita af þeim. Þangað til þá óskum við honum góðs gengis í hans þúsundasta leik sem stjóri," sagði Staveley sem leiðir fjárfestingahópinn sem festi kaup á Newcastle.

Bruce er sextugur og hefur stýrt Newcastle frá árinu 2019.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner