Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 15. október 2021 21:30
Brynjar Ingi Erluson
„Þarf að passa sig að leyfa Kára og Sölva ekki að stýra því sem hann ákveður"
Jóhann Ingi Jónsson dæmir úrslitaleikinn
Jóhann Ingi Jónsson dæmir úrslitaleikinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Dómaramálin fyrir bikarúrslitaleik ÍA og Víkings voru rædd í útvarpsþættinum Fótbolti.net í gær en það er Jóhann Ingi Jónsson sem dæmir leikinn.

Jóhann Ingi var valinn dómari ársins af Fótbolti.net í sumar en hann stóð sig afburðavel og fær því eðlilega úrslitaleikinn.

Erlendur Eiríksson verður fjórði dómari á meðan þeir Jóhann Gunnar Guðmundsson og Andri Vigfússon verða á línunni.

Málin voru rædd í útvarpsþættinum en Sverrir Mar Smárason, þáttastjórnandi Ástríðunnar, vonar að þeir Kári Árnason og Sölvi Geir Ottesen fari ekki að stýra ákvörðunum.

„Besti dómarinn dæmir bikarúrslitaleikinn, Jóhann Ingi," sagði Elvar Geir Magnússon og var Sverrir fljótur að koma með innskot í þá umræðu.

„Hann þarf að passa sig að leyfa Kára og Sölva ekki að stýra því sem hann ákveður. Þeir taka yfir leikina," sagði Sverrir áður en Tómas Þór Þórðarson svaraði á einfaldan hátt: „Gangi honum vel með það."

Elvar var ánægður með hvernig KSÍ setti þetta upp.

„Sniðugt það sem KSÍ gerir setur ungan tiltölulega dómara með flautuna og svo er Elli Eiríks með skiltið og tveir reyndustu aðstoðardómarar landsins, Jóhann Gunnar og Andri Vigfússon," sagði hann ennfremur.

Úrslitaleikurinn fer fram á Laugardalsvelli klukkan 15:00 á morgun.
Útvarpsþátturinn - Barist um bikar og landsliðsuppgjör
Athugasemdir
banner
banner