Ekitike áþjáður í að fara til Liverpool og hefur farið fram á sölu - Wissa vill frekar fara til Tottenham en Newcastle
Venni: Ég ætla nú ekkert að saka mína menn um að vera lélegir
„Ef það eru leikmenn sem vilja koma í Leikni að þá er allt í lagi að hringja í okkur"
Halli Hróðmars svekktur: Ef það gýs í Snæfellsjökli þá er Grindavík lokað
Ásgeir Frank: Við vonandi f***** lærum af þessu
Amin grét eftir leik: Klikkuð tilfinning og ég gat ekki endað þetta betur
Arnar Grétars: Tekur alltaf einhvern tíma að stimpla eitthvað inn
„Hversu sætt er það að Amin Cosic skori úrslitamarkið í síðasta leiknum sínum og komi okkur á toppinn"
Haraldur Freyr: Skiptingar í heimsklassa
Bjarni Jó: Það voru æðri völd í landinu sem tóku þá ákvörðun
Siggi Höskulds: Kannski hentaði okkur betur að tempóið færi úr leiknum
Hemmi Hreiðars: Þeir lágu í vellinum og töfðu
Aron Elí svekktur með jafnteflið: Afhverju að hætta?
Maggi: Ekki gott, skulum vona að það sé eitthvað minna
Rúnar Kristins: Hann fór með sjúkrabíl í hálfleik
Pablo: Vissum að þetta met var í boði og við vildum slá það
Nikolaj Hansen: Allir vita að ég elska Víking
Danni Hafsteins: Þeir gáfust bara upp eftir fyrri hálfleikinn
Sölvi Geir: Gaman að slá met og skrifa sig í sögubækurnar
Brynjar ræðir hlutverk sitt hjá Víkingi - „Þetta hefur verið góð reynsla"
"Hart barist og mikið hlaupið"
   lau 15. október 2022 22:26
Stefán Marteinn Ólafsson
Kiddi Steindórs: þetta var bara svolítið stöngin út í dag
Kristinn Steindórsson leikmaður Breiðabliks
Kristinn Steindórsson leikmaður Breiðabliks
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Nýkringdir Íslandsmeistarar Breiðabliks tóku á móti KR í kvöld þegar lokaleikur dagsins fór fram á Kópavogsvelli. 

Það var ljóst eftir síðustu umferð að ekkert lið getur náð Blikum af stigum og því væru þeir orðnir Íslandsmeistarar með þrjá leiki í hendi. Breiðablik hafði fyrir leikinn ekki tapað á heimavelli í deildinni síðan þeir töpuðu einmitt gegn KR í fyrstu umferð síðasta tímabils.


Lestu um leikinn: Breiðablik 0 -  1 KR

„Svona stuttu eftir leik er hún það en svo verðum við bara að átta okkur á því að svona getur gerst og það tekur það enginn frá því að við erum Íslandsmeistarar og við erum ennþá með 10 stiga forystu og búnir að vera besta liðið í sumar þannig við tökum það með inn í kvöldið." Sagði Kristinn Steindórsson leikmaður Breiðabliks eftir leikinn aðspurður um hvort það væri súrsæt tilfining að tapa fyrir KR en samt vera búnir að tryggja Íslandsmeistaratitilinn.

Kiddi Steindórs vildi ekki meina að það væri neitt spennufall í hópnum fyrir leikinn. 

„Nei í raun ekki. Við ætluðum bara að fara inn og vinna leikinn og auðvitað voru aðstæður kannski svolítið öðruvísi en oft áður þegar maður kom inn á völlinn og annað en þetta var bara svolítið stöngin út í dag og við nýttum ekki okkar færi og þeir settu sitt svo það er bara eins og það er."

Nánar er rætt við Kristinn Steindórsson í spilaranum hér fyrir ofan.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir